fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Pressan

Madeleine McCann málið – Portúgalar undra sig á vinnubrögðum þýsku lögreglunnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 15:40

Madeleine McCann hvarf úr þessu húsi árið 2007.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þjóðverjarnir hafa engar sannanir,“ er haft eftir portúgölskum rannsóknarlögreglumönnum um mál Madeleine McCann sem hvarf úr orlofsíbúð í Portúgal vorið 2007, rétt fyrir fjögurra ára afmælisdag sinn.

Í fangelsi í Braunschweig í Þýskalandi situr 43 ára gamall maður að nafni Christian Brückner. Hann situr af sér dóm fyrir fíkniefnasmygl en síðan tekur við sjö ára fangelsisvist vegnan nauðgunar á bandarískri konu í Portúgal árið 2005. Héraðssaksóknarinn í Braunschweig er sannfærður um að Christian hafi numið Madeleine litlu á brott og myrt hana. Hann segist hafa sannanir. Þetta dregur portúgalska alríkislögreglan í efa.

Farið er yfir málið í grein á Bild.

Þar sem Christian er að sitja af sér langa fangelsisdóma fyrir önnur mál hefur þýska alríkislögreglan sem rannsakar málið nægan tíma til að ákæra hann. Portúgalskir rannsóknarlögreglumenn óttast hins vegar að hann verði aldrei ákærður. Þeir undrast vinnubrögð og yfirlýsingar þýsku lögreglunnar í málinu. Samkvæmt Bild er rígur og ósamkomulag á milli þýsku og portúgölsku lögreglunnar.

Christian Brückner – Youtube-skjáskot

Þýska alríkislögreglan (Bundeskriminalamt), Policia Judiciária í Portúgal og Scotland Yard hittust á fundi fyrir skömmu vegna málsins. Scotland Yard rannsakar málið ennþá sem mannshvarfsmál en þýska lögreglan rannsakar það sem morðmál og gengur út frá því að Madeleine McCann sé látin. Bild hefur undir höndum tölvupóst þar sem fulltrúi portúgölsku lögreglunnar gagnrýnir þýsku lögregluna og segir meðal annars: „Þjóðverjarnir hafa engar sannanir, bara vangaveltur. Það var sjokkerandi að skoða þýsku gögnin. Mig hefði ekki grunað að Bundeskriminalamt rannsakaði svona illa. Þarna er ekki að finna neina alvarlega, óhlutdræga og hlutlæga rannsókn, heldur bara þann ásetning að halda hinum grunaða með öllum ráðum í fangelsi.“

Christian þarf hins vegar að sitja af sér svo langa tíma fyrir önnur afbrot að þýska lögreglan hefur nægan tíma til að safna sönnunargögnum gegn honum.

Bild segir að oft hafi komið upp rígur á milli lögregluembætta mismunandi landa vegna Madeleine McCann málsins. Portúgalski rannsóknarlögregluforinginn Goncalo Amaral missti starf sitt vegna harðrar gagnrýni sinnar á Scotland Yard. Portúgalska lögreglan hefur ávallt haft foreldra stúlkunnar meira undir grun en Scotland Yard, sem hefur beint rannsókninni að ókunnugum, mögulegum gerendum. Þegar böndin bárust að Þjóðverjanum Christian Brückner blönduðust þýsk lögregluyfirvöld í málið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát
Pressan
Fyrir 4 dögum

903 daga martröð doktorsnemanda loks á enda

903 daga martröð doktorsnemanda loks á enda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir tók inn ketamín í unglingapartý til að fræða dóttur sína um fíkniefni- „Vanhugsuð tilraun til að vera gott foreldri“

Móðir tók inn ketamín í unglingapartý til að fræða dóttur sína um fíkniefni- „Vanhugsuð tilraun til að vera gott foreldri“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Birta myndir af felustaðnum

Birta myndir af felustaðnum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bíræfið rán náðist á myndband og borgarstjórinn er hoppandi illur

Bíræfið rán náðist á myndband og borgarstjórinn er hoppandi illur