fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

Handtekinn eftir 50 ár á flótta

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 18:10

Leonard Rayne Moses. Mynd:Genesee County Sheriff's Office

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn var Leonard Rayne Moses handtekinn á heimili sínu í Michigan eftir að hafa verið 50 ár á flótta undan réttvísinni. Alríkislögreglan FBI getur þakkað nýrri og betri aðferð við greiningu fingrafara að það tókst að hafa uppi á honum og handtaka.

ABC News skýrir frá þessu. Moses var handtekinn 1968 þegar hann kastaði bensínsprengju á hús þegar hann tók þátt í mótmælum í kjölfar morðsins á Matrin Luther King Jr. Íbúi hússins, kona, lést síðar af völdum brunasára sem hún fékk í eldsvoðanum. Moses, sem var þá 16 ára, var dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn, en hann náði að flýja árið 1971 þegar hann fékk að vera viðstaddur útför ömmu sinnar.

Síðan þá hefur hann notast við nafnið Paul Dickson. En það er ekki nóg að skipta um nafn því fingraförin breytast ekki og þegar hann var handtekinn í október vegna annars afbrots fannst fingrafar hans í fingrafaraskrá lögreglunnar og þá var leikurinn úti.

Í fréttatilkynningu frá FBI segir að með nýrri tækni í fingrafaralestri geti FBI haldið áfram að bera kennsl á afbrotamenn og þannig tryggt að þeir sem hafa eitthvað á samviskunni séu færðir fyrir dómara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump brjálaður út í Ísrael eftir árásina í gær – „Ég er ekki ánægður“

Trump brjálaður út í Ísrael eftir árásina í gær – „Ég er ekki ánægður“