fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Knattspyrnugoðsögn látin 72 ára að aldri

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 15. nóvember 2020 17:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnugoðsögnin Ray Clemence er látinn, 72 ára að aldri. Clemence er einna þekktastur fyrir að hafa spilað með Liverpool og enska landsliðinu. Fjölskylda hans greindi frá andlátinu en fjölmiðlar á Englandi hafa vakið athygli á því.

Clemence lætur eftir sig eiginkonu sína, Veronica, dætur sínar tvær, Julie og Sarah, og son sinn, Stephen, sem er fyrrum leikmaður Tottenham og núverandi þjálfari Newcastle. „Það hryggir okkur að tilkynna að Ray Clemence lést í dag, umkringdur fjölskyldu sinni,“ segir í tilkynningu frá fjölskyldunni. „Eftir að hafa barist hart þá er hann nú friður með honum,“ segir enn fremur en Clemence barðist við ristilkrabbamein.

Clemence lék með Scunthorpe, Liverpool og Tottenham á 23 ára löngum ferli sínum. Hann lék 61 leik með enska landsliðinu og var fyrirliði liðsins í mörgum þeirra. Eftir að hann hætti í fótbolta þjálfaði hann Tottenham og Barnet. Flestir muna þó eftir honum sem þjálfara hjá enska landsliðshópnum.

Fjölmargir hafa vottað fjölskyldu hans samúð sína í dag. Þeirra á meðal eru Jamie Carragher, David James og Ian Rush en sá síðastnefndi spilaði með Clemence. „Hann var augu mín og eyru sem liðsfélagi og þvílíkur markmaður sem hann var,“ sagði Rush.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Bournemouth – Mikið undir á Emirates

Byrjunarlið Arsenal og Bournemouth – Mikið undir á Emirates
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fertugur í varnarlínu Manchester United? – ,,Toppleikmaður svo lengi sem heilsan er til staðar“

Fertugur í varnarlínu Manchester United? – ,,Toppleikmaður svo lengi sem heilsan er til staðar“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hvaða lagagreinar er Kolbeinn sakaður um að hafa brotið og hvað felst í þeim?

Hvaða lagagreinar er Kolbeinn sakaður um að hafa brotið og hvað felst í þeim?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar

Gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar
433Sport
Í gær

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur
433Sport
Í gær

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn