fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Sjö útlendingar handteknir fyrir peningafölsun og fjársvik

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. nóvember 2020 16:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö erlendir ríkisborgarar voru nýlega handteknir vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglu á fjársvikum og peningafölsun. Húsleitir hafa verið gerðar vegna málsins en grunur leikur á því að fólkið hafi framvísað fölsuðum peningaseðlum og svikið út peninga með því að komast yfir greiðslukort og pin-númer hjá gestum öldurhúsa. Fréttatilkynning frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um málið er eftirfarandi:

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar umfangsmikið mál sem snýr að meintum fjársvikum og peningafölsun. Sjö, erlendir ríkisborgarar voru handteknir vegna þessa í umdæminu í síðustu viku og færðir til yfirheyrslu, en talið er að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. Nokkrir til viðbótar hafa verið yfirheyrðir í tengslum við málið, auk þess sem lögreglan hefur ráðist í tvær húsleitir í þágu rannsóknarinnar. Grunur er um að hópurinn hafi framvísað fölsuðum peningaseðlum í allmörg skipti og einnig svikið út peninga með því að komast yfir greiðslukort og PIN-númer hjá viðskiptavinum öldurhúsa. Lögreglan hvetur því fólk til að gæta að sér þegar PIN-númer eru slegin inn og eins að upplýsingar um PIN-númer séu ekki geymdar með greiðslukortum. Og sömuleiðis að starfsfólk við afgreiðslukassa sé á varðbergi vegna falsaðra peningaseðla.

Við minnum á upplýsingasíma lögreglu 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um. Ábendingum um brot má jafnframt koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rússar stækka flugvélaverksmiðju þar sem þeir smíða herflugvélar

Rússar stækka flugvélaverksmiðju þar sem þeir smíða herflugvélar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“