fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Hryllingur í Úlfarsárdal – Talinn hafa höfuðkúpubrotið manninn og hrint honum fram af svölum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 3. nóvember 2020 18:00

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð var í Héraðsdómi í dag yfir Litháanum Arturas Leimontas, en hann er ákærður fyrir morð á samlanda sínum þann 9. desember 2019. Í ákæru er Arturas sagður hafa slegið manninn hnefahöggum, sparkað í höfuð hans og líkama, slegið hann þungu höggi í höfuðið með þungu áfalli og í kjölfarið kastað honum fram af svölum íbúðar í Úlfarsárdal þannig að hann féll tæplega 7 metra á steypta stétt og lést af áverkum sínum.

RÚV greinir frá því að maðurinn hafi látist vegna áverka á höfði og brjóstkassa. Höfuðkúpubrot hafi komið til annaðhvort vegna fallsins af svölunum eða hann hafi verið sleginn í höfuðið.

Tveir réttarlæknar gáfu skýrslu fyrir dómnum í dag. Annars vegar Pétur Guðmann Guðmannsson, réttarlæknir Landspítala,  og hins vegar þýskur réttarlæknir og sérfræðingur í taugalækningum. Samkvæmt þeim benda áverka á höfði mannsins til þess að hann hafi fallið á eitthvað oddhvasst eða verið sleginn með einhverju. Áverkarnir bendi ekki til þess að þeir hafi komið til vegna falls á slétta stéttina fyrir neðan svalirnar.

Verjandi Arturas spurði hvort maðurinn hefði getað svipt sig lífi með því að stökkva fram af svölunum. Réttargæslulæknirinn sagði það vera ólíklegt. Læknirinn sagði einnig að áverkar á búk og andliti mannsins verði ekki útskýrðir öðruvísi en þeir séu eftir einhvers konar högg.

Arturas Leimontas neitar sök í málinu og segist ekki hafa ráðist á manninn. Hann veitti mótspyrnu við handtöku á vettvangi og þurfti lögregla að beita hann valdi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans

Ása fær yfir sig skít og skammir fyrir að reyna að græða á því að selja eignir meinta raðmorðingjans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa