fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Svona verður skólastarfið frá og með morgundeginum – Börnin með grímur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 2. nóvember 2020 19:00

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út reglugerð um takmarkanir í skólastarfi vegna kórónuveirufaraldursins. Börn sem eru fædd fyrir árið 2011 þurfa að bera grímu þar sem tveggja metra reglunni verður ekki komið við. Hólfaskipta þarf skólahúsnæði í mörgum tilvikum en tveggja metra reglan gildir ekki í leikskólum og fjórum yngstu bekkjum grunnskóla.

Í leikskólum mega ekki fleiri en 50 börn vera í hverju hólfi. Börnin eru undanþegin tveggja metra reglunni en starfsfólk skal gæta að henni sín í milli. Starfsfólk skal bera andlitsgrímur þegar tveggja metra reglunni er ekki við komið.

Sömu reglur og í leikskólum gilda fyrir börn í 1. til 4. bekk grunnskóla. Þau eru undanþegin 2ja metra reglunni og mega vera 50 mest í hverju sóttarnahólfi.

Nemendur í 5. til 10. bekk mega vera 25 í hverju hólfi en verða að fylgja 2ja metra reglunni. Þar sem ekki er hægt að uppfylla fjarlægðarmörkin skal nota andlitsgrímur. Þetta gildir um starfsfólkið líka.

Gæta skal þessa að nemendahópar blandist ekki.

Fyrstu bekkir framhaldsskóla mega hafa 25 manns í rými í skyldufögum ef hægt er að halda 2ja metra reglu.

Í framhaldsskólum almennt gildir 10 manna hámark, 2ja metra regla og grímuskylda.

Íþróttastarf og tómstundastarf barna og unglinga er óheimilt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“