fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

Reynir Trausta tekur Ásthildi í kennslustund: „Ekki slá pólitískar keilur með skaðræðinu“

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 29. október 2020 13:51

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Traustason, ritstjóri man.is og fyrrum ritstjóri DV, tekur Ásthildir Sturludóttir í kennslustund á vef sínum í dag. Rifjar hann þar upp ummæli Ásthildar um að höfuðborgarbúar ættu ekki að heimsækja bæinn og bera þannig smit með sér norður úr borginni. Þetta sagði hún í kvöldfréttum RUV 6. október síðastliðinn. Þar sagði hún jafnframt að ástæðan fyrir fáum smitum á Akureyri væri að Akureyringar „færu varlega.“ „Akureyringar fylgja reglum, og það er ástæða fyrir því að faraldurinn hefur ekki leikið okkur verr en hann hefur gert hingað til,“ sagði hún jafnframt.

Ummælin vöktu furðu og undran netheima. Brást til dæmis Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, við með neðangreindi Twitter færslu.

Reynir Traustason skrifar nú að þessi ummæli hafi „sprungið í andlit bæjarstjórans,“ enda smit orðin jafn algeng þar og í borginni. „Víst er að Ásthildur mun sitja uppi með þessi dýrkeyptu ummæli það sem eftir er af hennar pólitíska lífi. Lærdómurinn er væntanlega sá að hafa ekki veiruna eða áhrif hennar í flimtingum eða reyna að slá pólitískar keilur með skaðræðinu,“ segir Reynir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm