fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Landsréttur mildaði dóm yfir Hafsteini Oddssyni – Misþyrmdi konu hrottalega og skildi hana eftir nakta á víðavangi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 23. október 2020 16:30

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í dag sekt Hafsteins Oddssonar sem geranda í líkamsárás sem átti sér stað í Vestmannaeyjum árið 2016. Árásin vakti mikinn óhug en konan fannst illa útileikin eftir árásina. Fannst hún utandyra um miðja nótt, nakin, og líkamshiti hennar var rétt rúmlega 35 gráður. Auk líkamsárásarinnar var Hafsteinn sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot með því að hafa afklætt konuna og skilið hana eftir nakta.

Hafsteinn sparkaði og kýldi konuna í andlit og búk áður en hann afklæddi hana og skildi hana eftir nakta á víðavangi.

Áverkar á konunni voru brot í gólfi hægri augntóftar, mar og mjúkpartabólgur á augn- og kinnsvæðum, opinn skurður fyrir ofan vinstra auga sem sauma þurfti saman með fimm sporum, mar á nefi og höku, blóðnasir og blóð í munni, skrapsár aftan á hnakka, roði og skrapsár yfir brjósthrygg, roði og eymsli ofarlega á vinstri rasskinn og ofkæling.

Hafsteinn hefur ávallt neitað sök í málinu og við áfrýjun hans voru sönnunargögn véfengd en þau voru meðal annars ljósmyndir af konunni á vettvangi sem þykja ekki í miklum gæðum. Einnig fundust blóðleifar á skó Hafsteins sem DNA-greining leiddi í ljós að væru úr konunni.

Landsréttur hafnaði röksemdum Hafsteins og staðfesti sekt hans í málinu. Hins vegar var dómur héraðsdóms mildaður. Fangelsisrefsing var lækkuð úr sex árum niður í fjögur ár. Miskabætur til konunnar voru lækkaðar úr 3,5 milljónum niður í 2 milljónir króna.

Sjá dóma Landsréttar og héraðsdóms í málinu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“
Fréttir
Í gær

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“
Fréttir
Í gær

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína