fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Meiðsli Van Dijk eru meiri og verri en talið var í fyrstu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 21. október 2020 17:00

Virgil van Dijk meiddist eftir tæklingu frá Pickford. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virgil Van Dijk, leikmaður Liverpool, þarf að fara í aðgerð á hné vegna meiðsla sem hann hlaut í leik gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í um helgina. Van Dijk sleit krossband í hné eftir tæklingu frá Jordan Pickford, markverði Everton en mikil reiði er í herbúðum Liverpool með þessa tæklingu.

Ekki er ljóst á þessari stundu hversu lengi Van Dijk verður frá en það gæti verið töluvert langur tími og segir David Ornstein hjá The Athletic að útilokað sé að Van Dijk spili meira á þessu tímabili.

Varnarmaðurinn öflugi hefur verið í myndatökum til að skoða hvað gerðist og Ornstein segir að um sé að ræða meira en bara slitið krossband.

„Skaðinn er meiri en bara slitið krossband,“ sagði Ornstein í frétt sinni en segist ekki vera menntaður læknaður og geti því ekki farið nánar út í það.

Hann segir að nánast útilokað sé að Van Dijk sjáist á vellinum á þessari leiktíð en hann hefur verið jafn besti miðvörður fótboltans síðustu ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fertugur í varnarlínu Manchester United? – ,,Toppleikmaður svo lengi sem heilsan er til staðar“

Fertugur í varnarlínu Manchester United? – ,,Toppleikmaður svo lengi sem heilsan er til staðar“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir að Liverpool eigi eigingjarnasta leikmann sögunnar – ,,Hann gerði meira mál úr þessu“

Segir að Liverpool eigi eigingjarnasta leikmann sögunnar – ,,Hann gerði meira mál úr þessu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Slæm mistök markvarðarins leiddu til marks í Mosfellsbæ í kvöld

Sjáðu myndbandið: Slæm mistök markvarðarins leiddu til marks í Mosfellsbæ í kvöld
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hvaða lagagreinar er Kolbeinn sakaður um að hafa brotið og hvað felst í þeim?

Hvaða lagagreinar er Kolbeinn sakaður um að hafa brotið og hvað felst í þeim?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina