fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Almannavarnir tjá sig um skjálftana – Lögreglumenn á leiðinni að svæðinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 20. október 2020 15:04

mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almannavarnadeild lögreglustjóra hefur sent frá sér tilkynningu um jarðskjálftana á Reykjanesskaga fyrr í dag. Lögreglumenn verða sendir á svæðið til að kanna áhrif skjálftans. Tilkynningin er eftirfarandi:

„Jarðskjálfti af stærðinni M5.6 varð kl 13:43 í Núpshlíðarhálsi, 5 km vestur af Seltúni við vestanvert Kleifarvatn. Yfir 50 eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið og fara fjölgandi. Jarðskjálftinn fannst víða á landinu og hafa borist tilkynningar um að myndir hafi fallið af veggjum og smáhlutir dottið úr hillum á Suður- og Vesturlandi. Engar tilkynningar hafa borist um meiðsli á fólki eða tjón á mannvirkjum.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fylgist vel með í samvinnu við lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum og á Suðurlandi auk Veðurstofunnar. Lögreglumenn munu fara um svæðið, meðal annars í Krýsuvík, til að kanna áhrif skjálftans.

Óvissustig almannavarna hefur verið í gildi á Reykjanesi vegna landriss á svæðinu síðan 26. janúar.

Almannavarnir hvetja þá almenning til þess að tilkynna jarðskjálfta sem þau verða vör við á neðangreindum hlekk: https://skraning.vedur.is/skra/jardskjalfta/

Skráningar þar hjálpa almannavörnum og Veðurstofu við að meta jarðskjálfta og skipuleggja viðbrögð við þeim í framtíðinni. Allar skráningar eru mikilvægar, segir Jóhann K. Jóhannsson upplýsingafulltrúi Almananvarna, allt frá því að hafa fundið lítillega fyrir skjálftanum upp í að skrá hrun og hreyfingar á innanstokksmunum.

Þá hvetja almannavarnir fólk á þekktum jarðskjálftasvæðum til kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta á heimasíðualmannavarna:  https://www.almannavarnir.is/natturuva/jardskjalftar/varnir-gegn-jardskjalfta/
Þar er einnig að finna leiðbeiningar um viðbrögð eftir jarðskjálfta:  https://www.almannavarnir.is/natturuva/jardskjalftar/eftir-jardskjalfta/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“
Fréttir
Í gær

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni