fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Magnús Tumi róar þjóðina – Það er ekki að fara að gjósa

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 20. október 2020 14:43

Samsett mynd DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að harðir jarðskjálftar í nágrenni Krýsuvíkur séu engin sérstök vísbending um yfirvofandi eldgos heldur séu hluti af sífelldri og langvarandi virkni á svæðinu.

„Það er engin ástæða til að tengja þetta við eldgos. Þetta er eitthvað sem gerist með ákveðnu millibili á Reykjanesskaganum og hefur að gera með plötuhreyfingar. Þetta er framhald af þeirri virkni sem er búin að vera allt þetta ár og eitt af því sem spáð var um þegar í janúar sem mögulega framvindu.“

Magnús segir að jarðskjálftinn sé í sjálfu sér ekki óvanalega harður og ekki harðari en búast við mátt við. „Svona skjálftar koma á nokkurra áratuga fresti,“ segir hann.

„Með reglulegu millibili verður töluverð skjálftavirkni á Reykjanesskaganum. Þetta er bara eitt af því sem við búum við.“  Tumi rifjar upp skjálfta sem varð á svæðinu árið 1929, 6,3 að styrkleika, töluvert sterkari en þessi, og olli nokkrum skemmdum í Reykjavík.

Magnús ítrekar að ekkert orsakasamband sé á milli þessara jarðskjálfta í dag og goshættu í fjallinu Þorbirni við Grindavík. „Þetta er virkt svæði, eldvirkni og skjálftavirkni eru tvær hliðar á sama peningnum og plötuhreyfingarnar eru alltaf í gangi og þarna er alltaf verið að spenna bergið, það hrekkur með ákveðnu millibili og á mismunanndi stöðum á skaganum. En eldvirknin kemur í bylgjum sem er 800 til 1000 ár á milli. Sennilega styttist í að fari aftur af stað eldvirkni þarna en við vitum ekki hvenær það gerist. Þessir jarðskjálftar eru hins vegar engin spá um það, það er ekki að fara að stað nein slík atburðarás í Krýsuvík,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast