fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Á sjötta hundrað reykvísk börn í sóttkví – heilu árgangarnir heima í sumum skólum

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 16. október 2020 18:38

Fjöldi barna getur ekki farið í skólann þar sem þau eru í sóttkví. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

532 börn í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar voru í sóttkví samkvæmt fyrirmælum sóttvarnarlæknis. Þar af voru 375 grunnskólabörn í sóttkví, eða 2,42% allra grunnskólanemenda borgarinnar, og 157 leikskólabörn eða 2,41% leikskólabarna. Þetta kemur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn DV.

Staðfest er að allir nemendur í Réttarholtsskóla eru í sóttkví frá gærdeginum og sömuleiðis nemendur í fyrsta og öðrum bekk Vesturbæjarskóla, eða 75 börn í þessum tveimur árgöngum skólans.

Þetta er nokkur fækkun grunnskólabarna í sóttkví frá 8. október þegar 780 reykvísk börnvoru  í sóttkví samkvæmt fyrirmælum sóttvarnalæknis eða smitrakningarteymis, þar af 148 leikskólabörn og 632 grunnskólabörn.  Þá var til að mynda allt unglingasvið Háteigsskóla í sóttkví, eða þrír árgangar.

Sjá: Tæplega 800 reykvísk börn í sóttkví – fimm leikskólabörn með COVID

213 börn á frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum voru í sóttkví í gær samkvæmt fyrirmælum sóttvarnarlæknis eða 4,8%, en fjöldi þeirra barna getur skarast við fjölda grunnskólabarna.

Í gær var 131 starfsmaður leik- og grunnskóla Reykjavíkurborgar í sóttkví. Þar af voru 79 starfsmenn grunnskóla í sóttkví samkvæmt fyrirmælum sóttvarnarlæknis, eða 2,3% starfsmanna grunnskólanna, og 52 starfsmenn leikskóla eða 2,3%. Þá voru 15 starfsmenn frístundastarfs borgarinnar í sóttkví í gær eða 1,8% starfsmanna.

Hér má nálgast leiðbeiningar og tillögur frá landlæknisembættinu sem foreldrar og forráðamenn geta haft til hliðsjónar þegar börn þurfa að fara í sóttkví.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna