fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Eyjan

Aukinn stuðningur við sjálfstæði Skotlands

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. október 2020 16:35

Skoski fáninn blaktir við hlið þess breska. Mynd: EPA/ANDY RAIN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar, sem Ipsos Mori gerði, þá telja 58% Skota að landið eigi að segja skilið við Bretland og verða sjálfstætt ríki. 42% telja að landið eigi áfram að vera hluti af Bretlandi.

Könnunin var gerð 2. til 9. október og byggir á svörum 1.045 manns, eldri en 16 ára.

Emily Gray, forstjóri Ipsos Mori í Skotlandi, sagði að niðurstöðurnar muni blása vindi í segl þjóðernissinna en stuðningsmenn áframhaldandi veru Skotlands í Bretlandi fagni ekki.

Skotar kusu um sjálfstæði 2014. Þá vildu 45% sjálfstæði en 55% töldu hagsmunum landsins best borgið í sameinuðu konungsríki með Englandi, Wales og Norður-Írlandi.

Ein stærstu rök nei-sinna þá voru að Skotar myndu missa aðild sína að ESB ef landið væri ekki lengur hluti af Bretlandi en nú hafa Bretar sagt skilið við ESB og það hefur væntanlega áhrif á afstöðu margra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Myndir frá Landsþingi Viðreisnar – Þorgerður Katrín endurkjörin formaður

Myndir frá Landsþingi Viðreisnar – Þorgerður Katrín endurkjörin formaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hálf öld frá stofnun Dagblaðsins

Björn Jón skrifar: Hálf öld frá stofnun Dagblaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Lýðræði og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Lýðræði og ESB
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Vilja gera Lilju að formanni – Þórólfur plottar með Sjöllum og Miðflokki

Orðið á götunni: Vilja gera Lilju að formanni – Þórólfur plottar með Sjöllum og Miðflokki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún sækir í uppskriftabók Davíðs – en hún er enginn Davíð

Orðið á götunni: Guðrún sækir í uppskriftabók Davíðs – en hún er enginn Davíð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“

Hildur slær á létta strengi eftir atvik í gær – „Ef ég var einhvern tímann að íhuga að kippa lýðveldinu úr sambandi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar

Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans