fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433Sport

Gylfi Þór afþakkaði kistu fulla af gulli

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. október 2020 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson afþakkaði verulega launahækkun í byrjun þessa mánaðar þegar Al Hilal í Sádí Arabíu bauð honum samning. Samkvæmt frétt The Athletic var Everton tilbúið að selja Gylfa.

Tilboðið barst til Gylfa á lokadegi félagaskiptagluggans í upphafi mánaðar en hann hafði ekki áhuga á að fara til Sádí Arabíu samkvæmt fréttinni.

Lið í Sádí Arabíu hafa mikla fjármuni á milli handanna og reyna nú að lokka öfluga leikmenn til sín, það hefur ekki tekist mjög vel en þau halda áfram að reyna.

Gylfa var einn af þeim leikmönnum sem Everton var sagt til í að selja í sumar, eftir mikla eyðslu í nýja leikmenn reyndi félagið að fá inn fjármagn.

Gylfi á tvö ár eftir af samningi sínum við Everton og hefur byrjað tímabilið með miklum ágætum, eftir að hafa verið á bekknum í fyrstu deildarleikjunum byrjaði Gylfi síðasta leik. Everton mætir Liverpool um helgina og verður áhugavert að sjá hvort íslenski landsliðsmaðurinn haldi sæti sínu.

Gylfi sem er 31 árs og hefur átt farsælan feril á Englandi og með íslenska landsliðinu hefur einnig verið orðaður við lið í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær
433Sport
Í gær

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“
433Sport
Í gær

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City