fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Arnar Þór um síðasta sólarhring: „Breytti stöðunni og ég þurfti að hoppa beint upp í bíl“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. október 2020 21:13

Arnar Þór Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var sérstakur sólarhringur en jafnframt mjög skemmtilegur,“ sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands í kvöld í fjarveru Erik Hamren og Freys Alexanderssonar gegn Belgíu.

Arnar sem stýrir u21 árs landsliðinu var í Lúxemborg í gær þegar allt starfslið Íslands var sett í sóttkví vegna smits hjá starfsmanni.

„Ég hafði engan tíma til að fagna sigri u21 árs liðsins í gær, ég frétti að staffið væri komið í sóttkví eftir leik og að KSÍ vildi kalla mig heim. Fyrir mig breytti það stöðunni og ég þurfti að hoppa beint upp í bíl og koma mér heim. Þetta er reynsla sem þú færð ekki á hverjum degi og reynsla sem fer í bakpokann.“

Ísland tapaði 1-2 gegn Belgum en sýndi hetjulega baráttu. „Drengirnir áttu frábæran leik og geta verið stoltir af sér, þetta var vel settur upp leikur hjá Erik og Freysa. Það var ekki erfitt að labba inn í þetta skipulag. Þetta var var vel planað hjá þeim. Þetta var mjög krefjandi sólarhringur hjá mér.“

„Ég held að Erik og Freyer hafi sett í Þetta 5-3-2 kerfi til að mæta Belgum, hafa gert það áður gegn þeim. Þetta var vel uppsettur leikur, það er erfitt að spila gegn Belgum í þessu 3-4-3 kerfi. Þeir eru sniðugir að finna svæði milli vanrar og miðju. Það er erfitt að verjast þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fertugur í varnarlínu Manchester United? – ,,Toppleikmaður svo lengi sem heilsan er til staðar“

Fertugur í varnarlínu Manchester United? – ,,Toppleikmaður svo lengi sem heilsan er til staðar“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir að Liverpool eigi eigingjarnasta leikmann sögunnar – ,,Hann gerði meira mál úr þessu“

Segir að Liverpool eigi eigingjarnasta leikmann sögunnar – ,,Hann gerði meira mál úr þessu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Slæm mistök markvarðarins leiddu til marks í Mosfellsbæ í kvöld

Sjáðu myndbandið: Slæm mistök markvarðarins leiddu til marks í Mosfellsbæ í kvöld
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hvaða lagagreinar er Kolbeinn sakaður um að hafa brotið og hvað felst í þeim?

Hvaða lagagreinar er Kolbeinn sakaður um að hafa brotið og hvað felst í þeim?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina