fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Arnar Þór og Davíð Snorri stýra landsliðinu á morgun

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. október 2020 21:32

Arnar Þór Viðarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið er allt starfslið A landsliðs karla komið í sóttkví samkvæmt ákvörðun smitrakningateymisins, vegna Covid-smits starfsmanns. Enginn af leikmönnum íslenska liðsins er þó kominn í sóttkví og mun leikur Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA fara fram samkvæmt áætlun á miðvikudagskvöld.

Meira:
Uggur í landsliðsmönnum sem fá enga meðhöndlun – Hamren og Freyr verða á vellinum á morgun

Þessi staða þýðir þó að manna þarf starfsmannateymi íslenska liðsins upp á nýtt fyrir þennan eina leik þar sem hvorki þjálfarar né aðrir starfsmenn liðsins geta verið viðstaddir. Í þjálfarateyminu gegn Belgum verða Arnar Þór Viðarsson þjálfari U21 landsliðs karla og Davíð Snorri Jónasson þjálfari U17 landsliðs karla, sem og Þórður Þórðarson þjálfari U19 landsliðs kvenna, sem verður markmannsþjálfari.

Eins og við greindum frá í kvöld verða Erik Hamren og Freyr Alexandersson þjálfarar liðsins á vellinum í glerbúri þar sem enginn kemst til þeirra. Þeir geta komið skilaboðum á bekkinn þannig.

Aðrir starfsmenn liðsins koma úr röðum A landsliðs kvenna og yngri landsliða karla og kvenna.

Meira:
Uggur í landsliðsmönnum sem fá enga meðhöndlun – Hamren og Freyr verða á vellinum á morgun

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

„Mér finnst þetta smá vandræðalegt fyrir ensku úrvalsdeildina“

„Mér finnst þetta smá vandræðalegt fyrir ensku úrvalsdeildina“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Slæm mistök markvarðarins leiddu til marks í Mosfellsbæ í kvöld

Sjáðu myndbandið: Slæm mistök markvarðarins leiddu til marks í Mosfellsbæ í kvöld
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gæti snúið aftur um helgina eftir meiðslin

Gæti snúið aftur um helgina eftir meiðslin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Verður þú ríkari um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Verður þú ríkari um helgina?
433Sport
Í gær

Clattenburg segir upp hjá Nottingham eftir stutt stopp

Clattenburg segir upp hjá Nottingham eftir stutt stopp