fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Heilsulaust íslenskt landslið eftir handónýtan Laugardalsvöll – „Það lekur metnaðarleysi af þessu“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. október 2020 12:40

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason stjórnandi Dr. Football segir að leikmenn íslenska landsliðsins séu illa farnir líkamlega eftir leikina gegn Rúmeníu og Danmörku, stærsta ástæða þess sé lélegur Laugardalsvöllur. Völlurinn er blautur og þungur þessa dagana, að auki var ákveðið að rífa upp hluta vallarins á dögunum til að setja vökvunarkerfi undir hann. Völlurinn hefur ekki jafnað sig af því og rifnar auðveldlega upp.

„Við erum að bjóða upp á handónýtan Laugardalsvöll. Ég er að heyra af því að leikmenn í liðinu eru að drepast í bakinu eftir þennan leik, bara út um allt. Það eru vöðvatognarnir, hvaða starfsmanni Reykjavíkurborgar datt í hug að rífa upp völlinn til að setja vökvunarkerfi undir hann. Eina sem hefði gert eitthvað fyrir þennan völl er að setja hita undir þetta,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Dr. Football þætti dagsins.

Kristján Óli Sigurðsson segir þetta ekki boðlegt. „Ef það á að gera þetta, á að gera þetta að vori til eða þegar það er settur hiti undir hann og völlurinn rifinn upp. Völlurinn gegn Rúmeníu, þá voru fimm mínútur búnar þá voru fimm eða sex torfur komnar upp.“

Sjö leikmenn Íslands verða ekki með á morgun, margir hafa meiðst í þessu verkefni. „Raggi tognaður, Kári meiddur, Alfreð meiddur. Jóhann Berg treysti sér ekki eftir fyrri leikinn. Rúmenar voru allir í hakki eftir leikinn, þeir gátu ekki spilað á sömu mönnum gegn Noregi. Ég finn til með Reykjavíkurborg að þurfa að hugsa um þennan völl, þeir hafa nóg að gera. Ríkið á að byggja nýjan völl og nýja höll eða færum þetta í annað sveitarfélag sem hefur metnað. Það lekur metnaðarleysi af þessu, klefar og allt.“

Kristján Óli segir heimavöll FH í miklu betra standi en Laugardalsvöllur í dag. „Það voru aldrei að fara að vera fleiri áhorfendur en þúsund, svo kallaðir grasvallarsérfræðingar hljóta að hafa vitað að völlurinn væri ekki klár í hágæða fótbolta. Kaplakrika völlur hefði verið klár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rúnar setti blekið á blað í miðjum þjálfarastormi á Íslandi – „Aldrei verið þannig að ég bíði eftir að einhver annar verði rekinn“

Rúnar setti blekið á blað í miðjum þjálfarastormi á Íslandi – „Aldrei verið þannig að ég bíði eftir að einhver annar verði rekinn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Í gær

Heimir kemur með von og trú – „Hefði ekki tekið þetta að sér nema að vera með þá tryggingu“

Heimir kemur með von og trú – „Hefði ekki tekið þetta að sér nema að vera með þá tryggingu“
433Sport
Í gær

Fóru yfir fjaðrafokið í Úlfarsárdal – „Get alveg skilið að það er enginn sem hefur gaman að því að heyra það“

Fóru yfir fjaðrafokið í Úlfarsárdal – „Get alveg skilið að það er enginn sem hefur gaman að því að heyra það“
433Sport
Í gær

Ferilinn gæti verið á enda – Riftir samningi í Mexíkó eftir þrjá mánuði

Ferilinn gæti verið á enda – Riftir samningi í Mexíkó eftir þrjá mánuði
433Sport
Í gær

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum
433Sport
Fyrir 2 dögum

John Terry með fast skot á Tottenham fyrir leik kvöldsins – Ætlar að mæta mínútu fyrir leik en samt skoða alla söguna

John Terry með fast skot á Tottenham fyrir leik kvöldsins – Ætlar að mæta mínútu fyrir leik en samt skoða alla söguna
433Sport
Fyrir 2 dögum

Staðfest að aðeins einn leikur verður á öðrum degi jóla – Svona verður dagskráin í kringum jól og áramót

Staðfest að aðeins einn leikur verður á öðrum degi jóla – Svona verður dagskráin í kringum jól og áramót