fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Heilsulaust íslenskt landslið eftir handónýtan Laugardalsvöll – „Það lekur metnaðarleysi af þessu“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. október 2020 12:40

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason stjórnandi Dr. Football segir að leikmenn íslenska landsliðsins séu illa farnir líkamlega eftir leikina gegn Rúmeníu og Danmörku, stærsta ástæða þess sé lélegur Laugardalsvöllur. Völlurinn er blautur og þungur þessa dagana, að auki var ákveðið að rífa upp hluta vallarins á dögunum til að setja vökvunarkerfi undir hann. Völlurinn hefur ekki jafnað sig af því og rifnar auðveldlega upp.

„Við erum að bjóða upp á handónýtan Laugardalsvöll. Ég er að heyra af því að leikmenn í liðinu eru að drepast í bakinu eftir þennan leik, bara út um allt. Það eru vöðvatognarnir, hvaða starfsmanni Reykjavíkurborgar datt í hug að rífa upp völlinn til að setja vökvunarkerfi undir hann. Eina sem hefði gert eitthvað fyrir þennan völl er að setja hita undir þetta,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Dr. Football þætti dagsins.

Kristján Óli Sigurðsson segir þetta ekki boðlegt. „Ef það á að gera þetta, á að gera þetta að vori til eða þegar það er settur hiti undir hann og völlurinn rifinn upp. Völlurinn gegn Rúmeníu, þá voru fimm mínútur búnar þá voru fimm eða sex torfur komnar upp.“

Sjö leikmenn Íslands verða ekki með á morgun, margir hafa meiðst í þessu verkefni. „Raggi tognaður, Kári meiddur, Alfreð meiddur. Jóhann Berg treysti sér ekki eftir fyrri leikinn. Rúmenar voru allir í hakki eftir leikinn, þeir gátu ekki spilað á sömu mönnum gegn Noregi. Ég finn til með Reykjavíkurborg að þurfa að hugsa um þennan völl, þeir hafa nóg að gera. Ríkið á að byggja nýjan völl og nýja höll eða færum þetta í annað sveitarfélag sem hefur metnað. Það lekur metnaðarleysi af þessu, klefar og allt.“

Kristján Óli segir heimavöll FH í miklu betra standi en Laugardalsvöllur í dag. „Það voru aldrei að fara að vera fleiri áhorfendur en þúsund, svo kallaðir grasvallarsérfræðingar hljóta að hafa vitað að völlurinn væri ekki klár í hágæða fótbolta. Kaplakrika völlur hefði verið klár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Klopp setur mikla pressu á Wirtz

Klopp setur mikla pressu á Wirtz
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Wrexham að fá reynslumikinn markvörð

Wrexham að fá reynslumikinn markvörð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stelpurnar niðurlægðar af ungum strákum rétt fyrir stóru stundina – ,,Engan tíma í að skoða vísindin á bakvið þetta“

Stelpurnar niðurlægðar af ungum strákum rétt fyrir stóru stundina – ,,Engan tíma í að skoða vísindin á bakvið þetta“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amanda: „Truflaði okkur aðeins en nú erum við búnar að venjast honum“

Amanda: „Truflaði okkur aðeins en nú erum við búnar að venjast honum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal hóf formlegt samtal við enska kantmanninn um helgina

Arsenal hóf formlegt samtal við enska kantmanninn um helgina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Myndasyrpa – Fjör í Bestu deildinni í gær þar sem KR vann dramatískan sigur

Myndasyrpa – Fjör í Bestu deildinni í gær þar sem KR vann dramatískan sigur