fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433

Gylfi Þór nálgast met Eiðs Smára og Kolbeins – „Ég var einmitt að hugsa um það áðan“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. október 2020 21:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er nú aðeins einu skrefi frá því að komast inn á sitt þriðja stórmót í röð. Liðið vann 2-1 sigur á Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM í Laugardalnum í kvöld. Liðið mætir Ungverjalandi ytra í nóvember í hreinum úrslitaleik.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í fyrri hálfleik en Rúmenar fengu gefins vítaspyrnu í þeim síðari en settu litla pressu á íslenska markið eftir það. Fyrra mark Gylfa kom á 16 mínútu en eftir sendingu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni, snéri Gylfi á leikmann Rúmena og hamraði honum í netið.

Alfreð Finnbogason vippaði svo boltanum inn á Gylfa í því síðara og hann kláraði frábærlega. „Tilfinningin gæti ekki verið betri. Við erðum þetta mjög erfitt fyrir okkur í lokin.“ sagði Gylfi í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn

„Það er frábært. Ég held að vinstri löppin sé betri en hægri löppin eins og er. Það var mjög ljúft að ná inn tveimur mörkum í dag og koma okkur í góða stöðu.“

Gylfi er nú aðeins tveimur mörkum frá Eiði Smár Guðjohnsen og Kolbeini Sigþórssyni sem eru markahæstu leikmenn í sögu landsliðsins. „Ég var einmitt að hugsa um það áðan – það styttist,“ sagði Gylfi sem hefur skorað 24 mörk fyrir Ísland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Játaði brot sitt fyrir framan dómara í morgun

Játaði brot sitt fyrir framan dómara í morgun
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fullyrt að leikmenn United séu hættir að hlusta á það sem Ten Hag segir

Fullyrt að leikmenn United séu hættir að hlusta á það sem Ten Hag segir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jadon Sancho stjórnaði fögnuði Dortmund í klefanum – Sjáðu lögin sem hann spilaði

Jadon Sancho stjórnaði fögnuði Dortmund í klefanum – Sjáðu lögin sem hann spilaði
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stór tíðindi af Mbappe væntanleg eftir vonbrigði gærkvöldsins?

Stór tíðindi af Mbappe væntanleg eftir vonbrigði gærkvöldsins?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gary opnar sig um brotthvarfið frá KR – „Það veit þetta eiginlega enginn“

Gary opnar sig um brotthvarfið frá KR – „Það veit þetta eiginlega enginn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðar segir að fullyrðing Guðmundar standist ekki – „Jájá, það er ástæða fyrir því að ég var ekki í hóp“

Viðar segir að fullyrðing Guðmundar standist ekki – „Jájá, það er ástæða fyrir því að ég var ekki í hóp“
433Sport
Í gær

Silva aftur heim

Silva aftur heim
433Sport
Í gær

Þetta lið grófast í Bestu deildinni í upphafi móts – Athyglisvert hvar Víkingur er á listanum í ljósi umræðunnar

Þetta lið grófast í Bestu deildinni í upphafi móts – Athyglisvert hvar Víkingur er á listanum í ljósi umræðunnar