fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Seltirningar óánægðir með stjórn bæjarins – Meirihluti Sjálfstæðisflokksins fallinn miðað við nýja könnun

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. október 2020 08:00

Mynd: Fréttablaðið/Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef kosið yrði til bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi í dag myndi Sjálfstæðisflokkurinn missa meirihluta sinn í bænum. Það yrði þá í fyrsta sinn frá stofnun lýðveldisins sem hann væri ekki í meirihluta. Íbúar í bænum er óánægðir með stjórnun bæjarfélagsins og telja flestir að betur megi gera varðandi fjármál hans.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að samkvæmt könnun sem Maskína gerði í júlí og ágúst fyrir félag Viðreisnarfólk á Seltjarnarnesi þá myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá um 41% atkvæða ef kosið yrði til bæjarstjórnar nú. Samfylkingin fengi 29%, Viðreisn/Neslisti fengi tæplega 16%, Fyrir Seltjarnarnes tæplega 6% og aðrir 8%.

756 fengu könnunina senda og svöruðu 468 eða 61,9%. Könnunin var gerð með tölvupósti og símhringingum. Í bænum búa um 4.700 manns og svöruðu því um 10% íbúa könnuninni.

Niðurstöðurnar sýna einnig að aðeins 26% bæjarbúa eru ánægðir með stjórnun bæjarins og sama hlutfall treystir Ásgerði Halldórsdóttur, bæjarstjóra, vel. 44% bæjarbúa treysta bæjarstjóranum illa og 42,5% eru óánægð með stjórnun bæjarins.

Nánar er hægt að lesa um könnunina í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn