fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Chrissy Teigen greinir frá fósturmissi: „Við munum alltaf elska þig“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 1. október 2020 08:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Chrissy Teigen opnar sig í einlægri færslu um að hún hafi missti fóstur. Hún og eiginmaður hennar, John Legend, áttu von á sínu þriðja barni.

Chrissy deilir sorgarfregnunum á samfélagsmiðlum ásamt fallegum og harmþrungnum myndum. Hún segir að ástæðan fyrir fósturmissinum hafi verið blæðing sem var ekki hægt að stöðva.

„Við erum í áfalli og finnum fyrir sársauka sem maður heyrir bara um, sársauka sem við höfum aldrei fundið fyrir áður,“ segir hún.

„Við höfum aldrei ákveðið nöfn barnanna okkar fyrr en þau fæðast, eða rétt áður en við förum af spítalanum. En fyrir einhverja ástæðu byrjuðum við að kalla þennan litla gaur Jack. Þannig hann mun alltaf vera Jack í okkar huga. Jack reyndi að verða hluti af okkar fjölskyldu, og hann mun alltaf vera það, að eilífu.“

https://www.instagram.com/p/CFyWQLWpJ3u/

Hjónin greindu frá óléttunni í ágúst og að þrátt fyrir að hún hafi verið óvænt þá hafi hún verið hún kærkomin. Þau hafa átt við frjósemisvandamál að stríða og voru börnin þeirra, Luna og Miles, getin með tæknifrjóvgun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Í gær

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“