fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Klopp fær mikið lof fyrir að húðskamma starfslið sitt – Sjáðu hvað hann gerði

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. september 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var án efa leikur Liverpool og Chelsea. Markalaust var í fyrri hálfleik þrátt fyrir einhverjar tilraunir hjá báðum liðum. Liverpool hélt boltanum aðeins betur í fyrri hálfleiknum en Chelsea náði þó nokkuð góðum tökum á leikin undir lok fyrri hálfleiks. Rétt áður en flautað var til hálfleiks náði þó Sadio Mané að skjótast einn í gegn en var tekinn niður af danska varnarmanninum Andreas Christensen. Dómarinn gaf Christensen gult spjald fyrir brotið en eftir nánari skoðun með VAR-tækninni ákvað hann að gefa honum það rauða.

Í seinni hálfleik náði Sadio Mané að koma Liverpool yfir. Það gerði hann á 50. mínútu eftir stoðsendingu frá Roberto Firmino. Fjórum mínútum síðar náði Mané að skora annað mark eftir skelfileg mistök markmanns Chelsea, Kepa Arrizabalaga. Chelsea fékk tækifæri til að minnka muninn á 75. mínútu þegar liðið fékk víti en Jorginho klúðraði vítinu og var lokaniðustaðan 0-2 sigur Liverpool.

Jurgen Klopp stjóri Liverpool hefur fengið mikið lof fyrir því hvernig hann brást við þegar starfslið hans og varamenn fóru að klappa í stúkunni. Nokkrir úr starfsliði Liverpool fóru að klappa í stúkunni þegar Christensen fékk að líta rauða spjaldið hjá Chelsea.

„Eru þið klikkaðir? Í alvörunni? Svona gerum við aldrei,“ sagði Klopp reiður við starfslið sitt og heyra mátti orð hans í sjónvarpi sökum þess að engir áhorfendur eru á vellinum.

Atvikið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Svona er staðan á Englandi árið 2024 – Væri glæpur að reka Pochettino

Svona er staðan á Englandi árið 2024 – Væri glæpur að reka Pochettino
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ummæli Bruno tekinn úr samhengi

Ummæli Bruno tekinn úr samhengi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Einn sá eftirsóttasti tjáir sig

Einn sá eftirsóttasti tjáir sig
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hafnaði Bayern Munchen fyrir West Ham

Hafnaði Bayern Munchen fyrir West Ham
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kaupir ekki útskýringar um fjarveru Viðars – „Þetta er bara bullshit“

Kaupir ekki útskýringar um fjarveru Viðars – „Þetta er bara bullshit“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nokkrar staðreyndir fyrir stórleikinn í Kópavoginum – Valur í brekku en miðað við síðustu leiki verður þetta ekki niðurstaðan

Nokkrar staðreyndir fyrir stórleikinn í Kópavoginum – Valur í brekku en miðað við síðustu leiki verður þetta ekki niðurstaðan
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum