fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Sjáðu eyðilegginguna í Vesturbænum eftir rosalegu öldurnar í gær

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 20. september 2020 09:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rosalegar öldugangur var á í Vesturbænum og á Seltjarnarnesinu í gær. Sjórinn skall á sjóvarnargarðinum og tók með sér urð og grjót lengst upp á stíginn. Samkvæmt heimildum DV stendur til að laga sjóvarnargarðinn þar sem hann þykir of flatur auk þess sem hann brýtur ekki ölduna nægilega vel, þannig að hún skellur af of miklum þunga á varnargarðinum. Efnið í viðgerðirnar er meira að segja komið á staðinn svo líklegt er að þetta verði lagað innan tíðar.

Öldurnar vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum í gær. Einn þeirra sem deilir myndbandi af öldunum er Paul nokkur. „Frekar klikkað, steinar úti um allt og sjóvarnargarðurinn er að láta lumbra á sér. Veðrið er klikkað í dag!“ sagði Paul með myndbandinu sem hann deildi á Twitter.

Á ljósmyndum sem ljósmyndari DV tók af svæðinu má sjá miklar skemmdir á malbikinu. Stórt grjót hefur flogið upp á stíginn og brotið og bramlað á leið sinni. „Þarna eru steinar sem eru mörg hundruð kíló að þyngd sem hafa flogið tugi metra upp úr sjónum,“ segir viðmælandi DV sem var á staðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

FESTI aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu

FESTI aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lögregla vísar fólki úr röðum við hjólbarðaverkstæði – Vanbúnir bílar fjarlægðir með dráttarbílum

Lögregla vísar fólki úr röðum við hjólbarðaverkstæði – Vanbúnir bílar fjarlægðir með dráttarbílum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Bætir í snjókomuna í dag – Gul viðvörun í gildi

Bætir í snjókomuna í dag – Gul viðvörun í gildi