fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Aftur engir áhorfendur á Íslandi – „Bakslag að smitin hafi gosið svona upp“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 19. september 2020 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að allir leikir í öllum flokkum og aðrir viðburðir á vegum KSÍ muni fara fram án áhorfenda. Er þetta gert að beiðni Almannavarna um að íþróttahreyfingin sýni frumkvæði varðandi sóttvarnir en afskaplega mikill fjöldi nýrra smita greindist í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu sambandsins.

„Þetta endurspeglir bara þá stöðu sem við erum í í samfélaginu,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ í samtali við DV. „Það er auðvitað bakslag að smitin hafi gosið svona upp og segja má að við séum að berjast við vírusinn aftur fyrst að seinni bylgjan er komin svona mikið af stað. Við verðum bara að takast á við það saman og kveða þetta í kútinn.“

Eins og áður segir er þetta gert eftir beiðni frá Almannavörnum og segir Guðni að sambandið hafi auðvitað samþykkt að gangast við því. „Við vorum auðvitað tilbúin að gera það. Það er mikilvægt að hjálpast að í þessu og við gerum það sem við getum til að hjálpa,“ segir Guðni.

Í tilkynningu KSÍ segir að þessi ákvörðun nái til leikja sem hefjast eftir kl. 14:00 í dag, laugardaginn 19. september, áhorfendur eru því leyfðir á leikjum sem hefjast kl. 14:00.  „Staðan verður endurmetin á mánudagsmorgunn í samráði við yfirvöld og framhaldið ákveðið og tilkynnt eins fljótt og mögulegt verður,“ segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Bournemouth – Mikið undir á Emirates

Byrjunarlið Arsenal og Bournemouth – Mikið undir á Emirates
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fertugur í varnarlínu Manchester United? – ,,Toppleikmaður svo lengi sem heilsan er til staðar“

Fertugur í varnarlínu Manchester United? – ,,Toppleikmaður svo lengi sem heilsan er til staðar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

„Mér finnst þetta smá vandræðalegt fyrir ensku úrvalsdeildina“

„Mér finnst þetta smá vandræðalegt fyrir ensku úrvalsdeildina“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Slæm mistök markvarðarins leiddu til marks í Mosfellsbæ í kvöld

Sjáðu myndbandið: Slæm mistök markvarðarins leiddu til marks í Mosfellsbæ í kvöld
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Verður þú ríkari um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Verður þú ríkari um helgina?
433Sport
Í gær

Clattenburg segir upp hjá Nottingham eftir stutt stopp

Clattenburg segir upp hjá Nottingham eftir stutt stopp