fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Óvenjumörg morðmál í einu

Heimir Hannesson
Laugardaginn 19. september 2020 13:00

mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjú morðmál eru nú til meðferðar í íslenskum dómsölum og það fjórða er í rannsókn. Fórnarlömbin eru sex í málunum fjórum en tvö málanna eru meint heimilisofbeldi.

DV sagði frá því í vikunni að Arturas Leimontas hefði verið ákærður fyrir morð og að málinu hefði verið þinglýst í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæran yfir honum var birt honum í júní á þessu ári, en var fyrst birt opinberlega í liðinni viku. Arturas er fimmtugur Lithái og sá látni 57 ára gamall landi hans. Í ákærunni á hendur Arturasi kemur fram að hann hafi, 8. desember síðastliðinn, að Skyggnisbraut í Úlfarsársdal í Reykjavík, slegið landa sinn ítrekað og sparkað í hann. Samkvæmt ákærunni hefur Arturas notað þungt áhald í árásinni og í kjölfarið kastað honum fram af svölunum. Fallið niður var um 7 metrar á steypta stétt og lést fórnarlambið af áverkum sínum. Mál Arturasar er eitt þriggja morðmála sem er nú til meðferðar í dómsölum landsins.

Óhugnanleg mál í samkomubanni

Í júní var karlmaður á sextugsaldri ákærður fyrir að bana sambýliskonu sinni í Sandgerði í lok mars. Málið vakti mikinn óhug enda var maðurinn ekki handtekinn fyrr en fjórum dögum eftir að tilkynnt var um andlát sambýliskonu hans. Maðurinn var dæmdur í gæsluvarðhald. Konan lést 28. mars og fór lögreglumaður á staðinn eins og venja er. Í fyrstu benti ekkert til þess að nokkuð saknæmt hefði átt sér stað, og staðfesti líkskoðun þá staðhæfingu lögreglumannsins. Það var ekki fyrr en 1. apríl, í kjölfar skoðunar réttarmeinafræðings, að grunur vaknaði um að maðurinn hefði átt þátt í andláti konunnar en skoðun réttarmeinafræðings leiddi í ljós áverka á hálsi hennar. Það mál er nú rekið í Héraðsdómi Reykjaness.

Maður á þrítugsaldri er svo ákærður fyrir að hafa banað móður sinni í Hafnarfirði í byrjun apríl. Málinu var þinglýst í byrjun júlí. Er maðurinn í ákærunni sagður hafa stungið móður sína í tvígang með hnífi. Í kjölfarið réðst hann að öðrum manni, skar hann í andlit og stakk í handlegg. Í sömu ákæru er ofsaakstur mannsins fyrir tveimur árum tekinn fyrir. Er hann þar sagður hafa ekið á 197 km hraða, með þrettán lögreglubíla á eftir sér.

Málin í Sandgerði og Hafnarfirði þóttu sérstaklega óhugnanleg enda komu þau bæði upp í miðju samkomubanni og hafði þá umræða um aukna hættu á heimilisofbeldi skapast vegna þjóðfélagsaðstæðnanna.

Bræðraborgarstígsmálið

Þann 25. júní barst lögreglu og slökkviliði tilkynning um bruna í íbúðarhúsi við Bræðraborgarstíg 1 á horni Vesturgötu. Þrír létust í brunanum, einn lést við að stökkva út um glugga en hinir tveir inni í alelda húsinu. Nánast á sama tíma og fyrstu viðbragðsaðilar voru að mæta vegna brunans, var maður handtekinn við rússneska sendiráðið, þar sem hann lét ófriðlega. Sá maður var daginn eftir úrskurðaður í gæsluvarðhald þar sem hann situr enn. Ennþá hefur ákæra ekki verið gefin út, en áður hefur komið fram að grunur leikur á að hann hafi hellt bensíni á gólf jarðhæðar hússins og lagt eld að. Þeir látnu voru allir pólskir ríkisborgarar.

Málin óvenjumörg

Að þrjú morðmál séu í gangi í dómskerfinu og enn eitt í rannsókn, er mjög óvenjulegt á Íslandi. Hér á landi eru að meðaltali um tvö morð framin á ári og árin 1998, 2003, 2006 og 2008 voru engin morð framin. Fórnarlömbin í málunum fjórum sem nú eru til meðferðar eru sex talsins. Þrír Pólverjar, tveir Íslendingar og einn Lithái. Langalgengast er að þeir sem fundnir eru sekir um morð hljóti 16 ára dóm, þó  dæmi séu um annað. Þannig hlaut til að mynda morðingi Birnu Brjánsdóttur 19 ára fangelsisdóm fyrir morðið á Birnu og alvarlegt fíkniefnabrot sem kom upp við morðrannsóknina.

Ef gengið er út frá því að mennirnir fjórir sem sæta nú ýmist morðákæru eða rannsókn fái allir 16 ára fangelsisdóm og reynslulausn á eðlilegum tíma, má gera ráð fyrir að þeir muni dvelja samanlagt í 42 ár í fangelsum landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“