fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Fékk 2,3 milljónir á hverja mínútu á síðustu leiktíð

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 17. september 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham er á barmi þess að fá Gareth Bale og Sergio Reguilon frá Real Madrid en fjöldi erlendra miðla fjallar um málið. Manchester United hafði síðustu daga rætt við Real Madrid um kaup á vinstri bakverðinum Reguilon. United vildi hins vegar ekki setja klásúlu um að Real Madrid gæti keypt hann til baka.

Tottenham gekk að þeim kröfum Real Madrid og er Reguilon því að ganga í raðir Tottenham eftir vel heppnaða dvöl hjá Sevilla á síðustu leiktíð. Reguilon er mættur í læknisskoðun hjá Tottenham og gæti gengið frá samningi við félagið í dag.

Tottenham er svo á barmi þess að fá Gareth Bale á láni, Real Madrid vill losna við hann af launaskrá. Talið er að það kosti Tottenham 20 milljónir punda að fá hann á láni í eitt ár.

Bale er með rosaleg laun hjá Real Madrid en á síðustu leiktíð fékk hann rúmlega 13 þúsund pund fyrir hverja spilaða mínútu. Bale spilaði aðeins 1260 mínútur eða 27,5 prósent af mínútum Real Madrid.

Bale gerði lítið innan vallar enda fékk hann lítið traust frá Zinedine Zidane.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur