fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Umfangsmikil aðgerð Sérsveitarinnar á Völlunum í Hafnarfirði – Maður handtekinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 11. september 2020 18:21

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluaðgerð með aðkomu Sérsveitar lögreglunnar var í gangi í Völlunum á Hafnarfirði  undir kvöld.  Að sögn Skúla Jónssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns, sem DV ræddi stuttlega við, er tilkynningar að vænta frá lögrelgu um málið innan skamms.

RÚV greindi fyrst frá

Uppfært kl. 18:35: Einn maður var handtekinn í aðgerðunum, samkvæmt RÚV. Fjölmiðlar bíða enn tilkynningar lögreglu vegna málsins. Aðgerð er lokið.

Uppfært kl. 18:45:

Eftirfarandi kemur fram í tilkynningu frá lögreglu um málið: Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Sérsveitar ríkislögreglustjóra, en upphaf málsins var tilkynning sem barst rétt fyrir klukkan fimm um mann sem ógnaði pari með eggvopni við Skarðshlíðarskóla. Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins og var nærliggjandi götum lokað á meðan leitin að manninum stóð yfir, en hann fannst í nærliggjandi húsi. Engan sakaði, en fólkinu sem var ógnað við Skarðshlíðarskóla var mjög brugðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri