fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

ESB setur Boris Johnson úrslitakosti varðandi ný lög

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. september 2020 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska ríkisstjórnin vill brjóta samninginn sem var gerður við ESB um útgöngu Breta úr sambandinu. Ríkisstjórnin hefur lagt fram lagafrumvarp tengt málinu sem brýtur gegn samningnum. Óhætt er að segja að ESB taki þessu ekki vel.

Boðað var til skyndifundar í Lundúnum í gær þar sem Maros Sefcovic, varaforseti ESB, ræddi við Michael Gove, sem fer með Brexit málin fyrir hönd Breta.

ESB krefst þess að lagafrumvarpið verði dregið til baka, ef það verður ekki gert sé hætta á að það eyðileggi yfirstandandi viðræður um nýjan viðskiptasamning ESB og Bretlands.

Í skilnaðarsamningi ESB og Breta er kveðið á um að landamærin á milli Norður-Írlands, sem er hluti af Bretlandi, og Írlands, sem er meðlimur í ESB, verði áfram opin. Til að þetta gangi upp verða landamæri í miðju Írlandshafi semja verður um hvaða vörur verða settar undir eftirlit þegar þær fara frá Norður-Írlandi til annarra hluta Bretlands og öfugt. Í fyrrnefndu lagafrumvarpi segir hins vegar að það séu bara breskir ráðherrar sem ákveði þetta.

Brandon Lewis, ráðherra málefna Norður-Írlands, sagði fyrr í vikunni á þinginu að frumvarpið brjóti gegn alþjóðalögum að litlu leyti.

ESB er þessu ekki sammála og telur að um stórfellt brot sé að ræða og að ef Bretar standi fast á þessu muni það hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir skilnaðarsamninginn og alþjóðalög.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Í gær

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari