fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Þórarinn sakaður um áróður í jóladagatali barna: „Hvergi minnst á að „vondu karlarnir“ séu löggur“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 12. desember 2017 11:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Leifsson hafnar því á Facebook-síðu sinni að jóladagatal hans fyrir Borgarbókasafnið einkennist af pólitískum áróðri. Jóladagatalið fjallar meðal annars um hvernig „vondu karlarnir“ ætli að vísa Jósa litla úr landi. Jóladagatalið má sjá hér.

Þórarinn deilir á Facebook-síðu sinni skjáskoti af gagnrýni konu að nafni Kristina Björk. Hún gagnrýnir ekki að jóladagatalið fjalli um innflytjendur en spyr hvort virkilega sé verið að kenna börnum að löggan og Útlendingastofnun séu vondu karlarnir.

„Mér fannst sagan lofa góðu, að sjá þá hlið innflytjenda og þeirra upplifun á jólaundirbúningnum, ÞAR TIL sagan fór að ganga út á að “vondu karlarnir” ætluðu að senda fjölskyldu Jóse litla úr landi þar sem mamma hans og pabbi yrðu kannski drepin! Er virkilega verið að kenna börnum að löggan og útlendingastofnun séu vondu kallarnir? Og er í lagi að vera tala um að foreldrar gætu verið drepnir í jóladagatali fyrir börn?,“ segir Kristina og spyr hvort það sé nauðsynlegt að vera með pólitískan áróður um innflytjendur í jóladagatali fyrir börn.

Þórarinn hafnar þessu og bendir á að Jesús kristur hafi verið barn á flótta. „Í fyrsta lagi er hvergi minnst á Útlendingastofnun eða að „vondu karlarnir“ séu löggur. Þvert á móti þá er pabbi einnar aðal persónunnar lögga og börnin siga einmitt löggunni oftar en einu sinni á íslenska jólasveina. Í öðru lagi er ekkert nýtt í þessum flóttamannavinkli í sögunni. Jesús kristur var barn á flótta. Þeir sem vita það ekki hafa aldrei lesið biblíuna. Amen,“ segir Þórarinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd