fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

„Þetta er án efa eitt það erfiðasta sem við höfum gert í lífinu“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 31. ágúst 2020 19:30

Skjáskot úr þætti Kastljóss - Systkynin Sjana og Alex

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku fór Sjana Rut, ásamt Alex bróður sínum, í viðtal í Kastljósi. Þau systkinin eru á meðal þolenda barnaníðingsins Guðmundar Ellerts Björnssonar, en hann var dæmdur fyrir alvarleg og langvarandi kynferðisbrot gegn þremur börnum, í Landsrétti í sumar, eftir að hafa verið ákærður fyrir brot gegn fimm aðilum, fjórum börnum og einum ungum pilti.

SJÁ EINNIG: Þolendur barnaníðingsins Guðmundar Ellerts stíga fram – „Þetta mun fylgja mér út lífið“

Viðtalið vakti mikla athygli, en nú hefur Sjana þakkað fyrir viðbrögðin sem þau hafa fengið. Í færslu sem birtist á Facebook-síðu Sjönu, sem hún hefur gefið DV góðfúslegt leyfi til að birta, segir hún að þetta viðtal hafi án efa verið það erfiðasta sem að hún og bróðir sinn hafi gert. Hún segir stuðninginn gríðarlega mikilvægan fyrir hvern þann sem opnar sig um kynferðisofbeldi.

„Við viljum byrja á því að þakka ykkur sem gáfuð ykkur tíma í að senda okkur skilaboð eða skrifa á vegginn og veita okkur stuðning, í kjölfar þess að við ákváðum að stíga fram í Kastljósi undir nafni og mynd varðandi Barnaverndar starfsmann sem misnotaði sér aðstöðu sína gagnvart okkur og fleiri einstaklingum þegar við vorum börn. Þetta er án efa eitt það erfiðasta sem við höfum gert í lífinu. Það er rosalega skrítin tilfinning að vita af því að allir eða flestir viti af einhverju sem maður hefur haldið útaf fyrir sjálfan sig.

Stuðningurinn er alveg ómetanlegur og hann skiptir líka gríðarlega miklu máli fyrir þolendur kynferðisofbeldis sem taka skrefið og segja frá.

Þögnin er hræðileg og þess vegna erum við svona þakklát öllum þeim sem bæði like-a, skrifa við og senda okkur skilaboð.

Það er mjög mikilvægt að láta fólk vita að þú styður það þegar það tekur svona stórt skref.

Við höfum lesið hver einustu ummæli og þær ylja manni hjartarætur og veita manni mikinn styrk, vitandi að fólk stendur með manni.“

Þá ræðir Sjana um samband sitt við bróður sinn. Þau hafi lengi verið ein á báti og því mjög náin. Hún segir að bróðir sinn hafi staðið sig eins og hetja og verið fyrirmynd.

„Það hefur margt gengið á og höfum við Alex verið mikið ein á báti, fyrir utan þessa fáu sem hafa staðið með okkur í gegnum árin og hefur það gert okkur bæði nánari og sterkari fyrir vikið. Við erum rosalega heppin með foreldra, sem hafa alltaf verið til staðar og stutt við bakið á okkur og hefur það ásamt tónlistinni bjargað lífi okkar.

Ég er líka svo ótrúlega stolt af bróður mínum, hann hefur staðið sig svo vel og er hetjan mín og fyrirmynd.“

Að lokum þakkar Sjana Kastljósi, Einari Þorsteinssyni fréttamanni Kastljóss og Sævari Þór Jónssyni lögmanni sérstaklega fyrir. Þá hvetur hún þá sem lent hafa í svakalegri lífsreynslu eins og þau að umkringja sig góðu traustverðugu fólki og að standa með sjálfum sér.

„Við viljum líka þakka Kastljósi og þá sérstaklega Einari Þorsteinssyni fyrir að taka á móti okkur með mikilli hlýju og leyfa okkur að segja okkar sögu og fyrir fagleg vinnubrögð og framkomu. Við sendum einnig sérstakar þakkir til Sævar Þór Jónsson fyrir alla hans aðkomu, aðstoð og stuðning.

Svo til ykkar sem hafið orðið fyrir svona skelfilegri lífsreynslu, reynið að umkringja ykkur fólki sem hlustar og sem þið getið treyst. En fyrst og fremst, standið með sjálfum ykkur. Þið megið endilega deila þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos