fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Hulunni svipt af dularfullu auglýsingunni – „Þetta veldur mér vanlíðan“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 31. ágúst 2020 10:22

Skjáskot úr auglýsingu Samgöngustofu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dularfull auglýsing hefur verið að vekja mikla athygli á ljósvakamiðlum hérlendis. Auglýsingin sem um ræðir hefur verið afar áberandi í fjölmiðlum undanfarið og hafa margir velt því fyrir sér hvað er verið að auglýsa. Þá hefur auglýsingin einnig vakið upp áhyggjur fyrir flogaveika einstaklinga.

Auglýsingin skartar flöktandi ljósum og stórum rauðum þríhyrningi en þessi rauði þríhyrningur er tákn fyrir lyf sem geta haft áhrif á aksturshæfni fólks. Einhverjir gætu haldið að auglýsingin eigi að auglýsa þessi lyf en hún er í rauninni á vegum Samgöngustofu. Auglýsingin er hluti af herferð Samgöngustofu sem gerð er í þeim tilgangi að koma lyfjum og vímuefnum úr umferðinni. Markmið herferðarinnar er að hvetja fólk til þess að aka ekki undir áhrifum lyfja og vímuefna.

Þessi auglýsing hefur þó vakið neikvæða athygli. DV hefur fengið sendar margar ábendingar varðandi auglýsinguna vegna birtingar hennar á vefsíðu DV. „Viljiði gjöra svo vel að taka þessa flöktandi auglýssingu út, ég get ekki horft á þetta,“ sagði kona nokkur sem hafði samband við DV. „Þetta veldur mér vanlíðan og ég veit að þetta getur framkallað köst hjá þeim sem eru með flogaveiki.“

Aðrir voru ekki jafn kurteisir og kona þessi þegar kom að því að gagnrýna birtingu auglýsingarinnar. „Hvaða flass auglýsingar eru í gangi hjá ykkur, eruði hálfvitar eða hvað?“ sagði annar.

Ekki náðist í Þórhildi Elínardóttur, fjölmiðlafulltrúa Samgöngustofu, við gerð fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum