fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Velferðarsvið gerir athugasemdir við umfjöllun um barnaníðinginn Guðmund Ellert: „Við tökum þetta mál mjög alvarlega“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. ágúst 2020 21:47

Guðmundur Ellert Björnsson. Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur, sviðsstjóra hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, eru nokkrar missagnir í Kastljóssþætti þar sem fjallað var um mál barnaníðingsins Guðmundar Ellerts Björnssonar, sem og í frétt DV um þáttinn.

Rangt er að Guðmundur Ellert hafi brotið gegn börnum sem voru skjólstæðingar hans við störf hans hjá barnavernd, heldur misnotaði hann börnin í aðstöðu sem hann hafði til umráða í gegnum starfið. Rangt er einnig að hann hafi komið til starfa hjá barnavernd á ný eftir að hann var sýknaður af ákærum um kynferðisbrot í Héraðsdómi árið 2018. Hann kom ekki aftur til starfa. Guðmundur Ellert var síðan sakfelldur í Landsrétti í sumar og dæmdur í fimm ára fangelsi.

Varðandi fréttaflutning um að tilkynningar um afbrot Guðmundar Ellerts hafi ekki komist til skila, segir Regína: „Það kom ein tilkynning til Barnaverndar Reykjavíkur, árið 2008, en ekki margar tilkynningar og fór í gang ítarleg úttekt á þeirri tilkynningu og hvers vegna hún hafi ekki borist til réttra aðila. Fréttin sem var lesin upp í inngangi Kastljóss var röng og var send út yfirlýsing vegna þess, þegar árið 2018, og bað RÚV afsökunar á því á sínum tíma. Við höfum þegar sent ábendingu til RÚV í kvöld.“

„Við tökum þetta mál mjög alvarlega. Barnavernd Reykjavíkur fór í gagngera endurskoðun á skipulagi og verklagi eftir að þetta mál kom upp,“ segir Regína enn fremur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu