fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Valur vann í magnaðri markasúpu

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 26. ágúst 2020 19:05

. Mynd: Valli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, KR og Valur, áttust við í mögnuðum leik á Meistaravöllum í kvöld, þar sem Valur vann 5-4, bætti stöðu sína í toppsætinu en skildi KR eftir um miðja deild, í bili.

Óvenjulegt er að svo mörg mörk séu skoruð í deildarleik í meistaraflokki og eins og tölurnar bera með sér var sóknarleikur liðanna betri en varnarleikurinn.

Kristinn Freyr Sigurðsson kom Val yfir snemma leiks en Atli Sigurjónsson jafnaði um miðjan fyrri hálfleik. Óskar Örn Hauksson kom KR yfir eftir um hálftíma leik en í kjölfarið fylgdu tvö mörk frá Val, Valgeir Friðriksson og Patrick Pedersen. Kennie Chopart jafnaði síðan fyrir KR og hálfleikstölur voru óvenjulegar: 3-3.

Patrik Petedesen kom Val yfir snemma í síðari hálfleik og Aron Bjarnason jók forystuna um miðjan hálfleikinn. Atli Sigurjónsson minnkaði muninn fyrir KR nokkrum mínútum fyrir leikslok og þar við sat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi
Fréttir
Í gær

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“