fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Opinberun Samherja – Sjáðu skjalið umtalaða

Sóley Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 25. ágúst 2020 14:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skjalið sem Ríkisútvarpið byggði Kastljósumfjöllun sína á þann 27. mars 2012 er komið í leitirnar samkvæmt heimasíðu Samherja. Þar kemur einnig fram að ekki er um skýrslu að ræða heldur þriggja blaðsíðna óundirritað og ódagsett vinnuskjal um karfaútflutning án efnislegrar niðurstöðu. Samherji fullyrðir að ekkert í skjalinu styðji þær ásakanir sem settar voru á hendur þeim í umræddum Kastljósþætti.

Hér má sjá vinnuskjalið. 

„Í skjalinu er fjallað um útflutning Samherja á karfa á árunum 2008 og 2009. Þar koma fram upplýsingar um verð á karfa sem Samherji flutti út sem fréttamaður Kastljóss sleppti þegar hann vann þáttinn en þessar upplýsingar ganga alvarlega í berhögg við umfjöllun og niðurstöðu þáttarins,“ segir í tilkynningu Samherja.

Í vinnuskjalinu, sem kemur frá Verðlagsstofu, segja Samherjamenn ekkert staðfesta þær ásakanir sem komu fram í Kastljósþættinum. Þar var Samherji sakaður um að selja karfa á undirverði til dótturfélags síns í Cuxhaven í Þýskalandi.

Uppfært klukkan 14:58

Staðfesting frá Verðlagsstofu skiptaverðs

Verðlagsstofa skiptaverðs (VVS) staðfestir að vinnuskjalið hafi komið í leitirnar. „Vinnuskjalið sem ber yfirskriftina: „Greining á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009“ var tekið saman af þáverandi starfsmanni VSS og sent úrskurðarnefnd í apríl 2010. Viðkomandi starfsmaður lét af störfum hjá Verðlagsstofu vorið 2010.“

VVS segir að skjalið hafi ekki fundist fyrr en nú vegna þess er að „það var vistað utan hefðbundins skjalakerfis VSS aflögðu gagnadrifi sem núverandi starfsmenn hafa fæstir aðgang að.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Í gær

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist