fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Eyjan

Erling Freyr um sekt Neytendastofu: „Er að meta næstu skref“

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 4. desember 2017 14:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gagnaveita Reykjavíkur, sem er dótturfélag Orkuveitunnar, hefur verið sektuð af Neytendastofu um hálfa milljón króna vegna ummæla Erlings Freys Guðmundssonar, framkvæmdarstjóra, í garð Símans. Eru ummælin sögð gildishlaðin og ósanngjörn en þau birtust fyrst í aðsendri grein í Fréttablaðinu í nóvember í fyrra. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu.

 

 

 

Erling hefur svarað niðurstöðunni í yfirlýsingu, sem lesa má hér að neðan:

 

Nú hefur Neytendastofa tekið ákvörðun vegna kvörtunar Símans yfir aðsendri grein sem ég skrifaði fyrir rúmu ári og birtist í Fréttablaðinu og á Vísi.is. Ákvörðunin byggir á því að greinin sé auglýsing fyrir Gagnaveitu Reykjavíkur og að fjögur efnisatriði í henni kasti rýrð á eiganda samkeppnisaðila Gagnaveitu Reykjavíkur. Mér þykir það miður að forstjóri Símans upplifi greinina sem atlögu að Símanum. Síminn er eigandi okkar helsta samkeppnisaðila, Mílu, sem er stærsta fjarskiptainnviðafyrirtæki Íslands. Við viljum auðvitað eiga í faglegu sambandi við Símann og Mílu þrátt fyrir samkeppnina. Ég er nú að meta næstu skref en það er hægt að skjóta ákvörðuninni til kærunefndar. Í öllum störfum mínum hef ég kappkostað að starfa af heilindum og að koma heiðarlega fram bæði við samstarfsaðila og samkeppnisaðila. Ég vil að sjálfsögðu eiga farsæl samskipti við alla aðila á fjarskiptamarkaði.

 

 

 

Á vef Neytendastofu segir um málið:
„Síminn hf. kvartaði til Neytendastofu vegna blaðagreinar framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. sem birtist í Fréttablaðinu þann 16. nóvember 2016. Í blaðagreininni var fjallað um ljósleiðaravæðingu og þjónustu Símans og Gagnaveitunnar.

Neytendastofa taldi ummælin vera sett fram í tengslum við samkeppni fyrirtækjanna og að framkvæmdastjórinn kæmi fram fyrir hönd Gagnaveitunnar. Neytendastofa taldi að ummælin væru ófullnægjandi og ósanngjörn gagnvart Símanum og að þau brytu gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Var Gagnaveitunni bannað að viðhafa slíka viðskiptahætti.

Þar sem Gagnaveitan hafði áður brotið gegn ákvæðum laganna með sambærilegum hætti gagnvart Símanum taldi Neytendastofa tilefni til að beita sektum í samræmi við heimildir laganna. Var Gagnaveitan því sektuð um 500.000 kr. vegna viðskiptaháttanna.

Neytendastofa bendir á að fyrirtækjum er ekki bannað að tjá sig um keppinauta sína eða viðskiptahætti þeirra en með lögum eru þó settar ákveðnar skorður við því að það sé gert með ósanngjörnum hætti eða að vegið sé að keppinautum.“
Ákvörðunina má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk