fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Logi áhyggjufullur – „Með Sjálf­stæðis­flokkinn við stjórn­völinn er hætta á að vandinn magnist“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 15:30

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Einarsson þingmaður og formaður Samfylkingarinnar skrifaði um efnahagsleg áhrif COVID-19 í pistli sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Hann telur að á meðan að Sjálfstæðisflokkurinn sé við stjórnvölinn sé hættan líkleg til að magnast.

Hann segir að allir verði fyrir óþægindum vegna sóttvarnarreglna, á meðan að það sé misjafnt hverjir finni fyrir efnahagslegum áhrifum. Logi segist hafa áhyggjur af fólkinu sem lendi í versta tekjutapi eða atvinnumissi. Hann segir að örva þurfi atvinnulífið og forðast það að ójöfnuður verði enn meiri.

„Nú þegar verslunar­manna­helgin er að baki og fólk snýr aftur til vinnu eftir sumar­leyfi verður manni hugsað til þeirra þúsunda Ís­lendinga sem hafa misst eða eru að missa vinnuna. Á meðan síðasta efna­hags­kreppa kom við fjár­hag flestra Ís­lendinga, þó með ó­líkum hætti væri, bitnar nú­verandi kreppa mjög misilla á fólki, þó allir verði vissu­lega fyrir ó­þægindum vegna sótt­varna. Sumir finna varla fyrir efna­hags­legum á­hrifum á meðan tug­þúsundir Ís­lendinga verða fyrir miklu tekju­tapi vegna at­vinnu­missis. Ég hef á­hyggjur af því fólki.

Við þurfum að leita allra leiða til að örva at­vinnu­lífið á nýjan leik og draga úr þeim fé­lags­lega vanda sem hlýst af tekju­missi vegna at­vinnu­leysis, veikinda eða annars konar röskunar vegna heims­far­aldursins. Það þarf að hindra með öllum ráðum að ó­jöfnuður aukist í þessu á­standi og í kjöl­far þess. Þess vegna þarf að vernda vel­ferðar­kerfið, helsta öryggis­netið okkar, þegar á­fall ríður yfir. Heil­brigðis­kerfið, sem hefur verið undir sér­stöku á­lagi, verður að fá nægt rekstrar­fjár­magn til að tryggja á­fram fyrir­taks þjónustu við al­menning.“

Logi vitnar í þrjá þingmenn Sjálfstæðisflokksins og segir að hættan sé líkleg til að aukast á meðan að sá flokkur sé við stjórn­völinn.

„En með Sjálf­stæðis­flokkinn við stjórn­völinn er hætta á að vandinn magnist. For­maður Sjálf­stæðis­flokksins talar um í fjöl­miðlum að „ekki sé svig­rúm fyrir nýjum rekstrar­út­gjöldum“, vara­for­maður Sjálf­stæðis­flokksins gerði hag­ræðingu að um­tals­efni á síðasta Eld­hús­degi og sagði okkur „ein­fald­lega ekki hafa efni á því að reka stóru kerfin okkar með ó­breyttum hætti“. Allt orð­rétt upp úr upp­skrifta­bók hægri manna. Og vara­for­maður fjár­laga­nefndar, sem einnig er þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, bætti svo við fyrir stuttu að ó­lík­legt væri að Land­spítalinn fengi meira fé og talaði um „tæki­færi til hag­ræðingar“.“

Hann segir að hægri menn séu duglegir að beita „niður­skurðar­hnífnum“ þegar að þrengir að efnahagsmálum. Logi segir að betra sé að koma sér úr kreppu með því að fjárfesta í hlutum eins og góðri menntun og heilbrigði.

„Við þekkjum allt of vel að niður­skurðar­hnífurinn er nær­tækasta verk­færi hægri manna í efna­hags­þrengingum. En það getur orðið okkur dýrt að spara okkur út úr þessari kreppu. Við þurfum að beita ríkis­sjóði og vinna okkur gegnum hana á lengri tíma; fjár­festa í heil­brigði, fé­lags­legu öryggi og af bragðs menntun, tryggja aukinn jöfnuð og búa allri þjóðinni tæki­færi til vel­sældar og hamingju til lengri tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla