fbpx
Laugardagur 10.maí 2025

Segir Ellen hafa hlegið þegar starfsmenn voru niðurlægðir – „Maður þurfti að fara með veggjum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 5. ágúst 2020 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn bætist í hóp fyrrverandi og núverandi starfsmanna spjallþátta grínistans Ellen DeGeneres sem greina frá eitruðu vinnuumhverfi, einelti og vanvirðandi framkomu.

Eitrað andrúmsloft

Tony Okungbowa, fyrrverandi plötusnúður í spjallþáttum Ellen DeGeneres. Hefur stigið fram og greint frá neikvæðum vinnuumhverfi í þáttunum. Bætist hann þar með í hóp fjölmarga sem hafa borið upp á Ellen að vera allt önnur manneskja þegar myndavélarnar eru ekki í gangi.

Í síðustu viku var greint frá því að rannsókn sé hafin á vinnuumhverfi við þætti Ellenar eftir að fjölmargir núverandi og fyrrverandi starfsmenn hafa greint frá meintri vanvirðandi framkomu sem þeir máttu sæta af hendi Ellenar.

„Þrátt fyrir að vera  þakklátur fyrir að hafa fengið tækifærið að vinna við þættina þá upplifði ég og fann fyrir eitruðu andrúmslofti á þessum vinnustað og ég stend með fyrrverandi kollegum mínum og baráttu þeirra fyrir heilbrigðu vinnuumhverfi og jafnrétti.“ 

Andlegt ofbeldi og niðurlæging

Hedda Muskat starfaði sem framleiðandi við þættina, og steig fram í áströlskum morgunþætti og greindi frá andlegu ofbeldi sem hún varð fyrir á meðan hún starfaði fyrir Ellen.

„Ég varð fyrir andlegu ofbeldi og var rekin af tilefnislausu. Þau sögðu mér að það væri vegna skipulagsbreytinga. Á endanum réðu þau í mitt starf mann sem ég hafði þjálfað, hann var 24 ára og hafði enga reynslu,“ sagði Muskat. Muskat greindi einnig frá því að einn aðalframleiðandi þáttanna, Ed Glavin, hafi tekið hana afsíðis og beðið hana um að nafngreina tengiliði og heimildarmenn – sem Muskat vildi ekki gera vegna trúnaðarskyldu hennar.

„Eftir þetta var ég á svörtum lista og var ekki lengur boðið á starfsmannafundi  og fékk ekki að sitja við borðið með hinum á Emmy-verðlaunahátíðinni. Þetta var umhverfi þar sem maður þurfti að fara með veggjum.“

Muskat greindi einnig frá því að Ellen hafi komið gífurlega illa fram við starfsfólk og hafi oft misst stjórn á skapi sínu af litlu sem engu tilefni. Hún hafi leyft yfirmönnum á svæðinu að tala niður til starfsmanna og niðurlægja í viðurvist annara starfsmanna. Ekki nóg með það heldur hafi Ellen einnig haft gaman af því og jafnvel hlegið af athæfinu.

„Þegar maður fór inn á skrifstofu til hennar, sem dæmi, til að deila með henni hugmyndum, þá mætti manni alltaf neikvæðni. Mér fannst ég aldrei velkomin á skrifstofuna hennar, hún rak á eftir mér, bað mig að koma mér að efninu og drífa mig.“ 

Muskat sagði að eftir skamman tíma hafi henni verið meinað með öllu að fara inn á skrifstofu til Ellenar.

Muskat greindi frá því að hún sé að stíga fram með sögu sína til að veita öðrum hugrekkið til að gera slíkt hið sama.

„Ég er að stíga fram því hún hefur smættað og gert lítið úr öllum þessum ásökunum. Enginn var tilbúinn að hlusta á okkur fyrr en nú.“ 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Svava Grétars selur íbúðina í Reykjavík

Svava Grétars selur íbúðina í Reykjavík
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“
EyjanFastir pennar
Fyrir 11 klukkutímum
Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.