fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025

Jessica Simpson fyrirgaf konunni sem misnotaði hana kynferðislega

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 3. ágúst 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Jessica Simpson gaf út endurminningar sínar á árinu og í bókinni, sem nefnist Open Book, fjallar hún kynferðisofbeldi sem hún mátti þola sem barn. Gerandinn var dóttir fjölskylduvinar sem hún deildi oft rúmi með og ofbeldið stóð yfir í nokkur ár. Í bókinni kemur fram að það flækti málið að umræddur gerandi hafi einnig verið þolandi kynferðisofbeldis frá hendi eldri manns og Jessica hafi því í aðra röndina vorkennt henni og í hina röndina haft óbeit á henni.

Fyrirgaf gerandanum: Jessica gekk á geranda sinn og ræddi ofbeldið sem aldrei hafði verið rætt.

Jessica var í vikunni gestur í hlaðvarpi Katherine Schwarzenegger, Gift Of Forgiveness, þar sem hún ræddi atvikið og afleiðingar þess nánar. Hún greindi frá því að fyrir átta árum hafi hún ákveðið að ganga á konuna sem hún og gerði. „Ég fór til hennar og sagði, ég veit að þú veist hvað var á seyði og ég veit að þú varðst fyrir barðinu á kynferðisofbeldi,“ sagði Jessica við Katherine og bætti við, „Hann misnotaði hana og svo kom hún til mín og gerði það sama við mig og ég vorkenndi henni að svo mörgu leyti að ég leyfði þessu að gerast.“

Opin bók: Endurminningar Jessicu nefnast Open Book og þar lætur hún margt persónulegt flakka.

Jessica kveðst hafa fyrirgefið konunni og tilkynnt henni það og bent henni á að leita sér hjálpar. „Ég sagði við hana, ég vil að þú vitir að ég fyrirgef þér en ég vil helst ekki vera aftur í kringum þig. Ég veit hvað gerðist á milli okkar og ég ætla ekki að lifa í afneitun með það. Ég sendi henni meira að segja eintak af bókinni minni og sagði henni að ég vonaðist til að það færði henni sátt.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
EM: Noregur vann Sviss

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.