fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fókus

Ásrún og Atli stunduðu kynlíf fyrir framan myndavél – „Þetta var aldrei leikið eða performerað“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 27. júlí 2020 20:00

Skjáskot úr verki Ragnars Kjartanssonar -Scenes from western culture

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listamaðurinn Ragnar Kjartansson bað hjónin Atla Bollason og Ásrúnu Magnúsdóttur um að stunda kynlíf fyrir framan myndavél fyrir myndbandsverkið Scenes from western culture, árið 2015. Myndbandið af Ásrúnu og Atla er eitt nokkurra myndbanda í verkinu sem eiga að sýna hversdagslíf Vesturlandabúa.

„Við vorum eiginlega meira að þykjast hugsa um þetta“

Hjónin töluðu um þátt sinn í verkinu í þættinum Ástarsögur á Rás 1.  Ásrún og Atli segja að sér hafi verið boðið að fara í mat með Ragnari, eiginkonu hans, Ingibjörgu og sameiginlegri vinkonu á staðnum Snaps. Þau hafi þekkt Ragnar mjög takmarkað, en á staðnum hafi hann lýst verkinu fyrir þeim og spurt þau hvort þau hefðu áhuga á að taka þátt.

„Þau könnuðust við okkur og fannst við passa í þetta og höfðu á því orð að þau vildu ekki auglýsa eftir fólki. Kannski töldu þau að þau myndu ekki fá rétta fólkið, heldur myndu þau fá fólk sem fengu einhverja sérstaka kynferðislega fróun úr því að performera fyrir aðra.“

„Þetta er millistéttarpar að elskast í þessu minimalíska herbergi. Þetta eru samfarir, með upphafi og enda,“ segir Atli um verkið.

Þau hafi ákveðið að hugsa málið, enda kannski ekki boð sem maður fær á hverjum degi. Þegar þau hafi labbað af Snaps hafi þau sagt: „Erum við ekki bara til í þetta?“ Enda hafi þau treyst Ragnari sem listamanni.

„Við vorum eiginlega meira að þykjast hugsa um þetta. Það hefði verið of desperat að segja bara „Já við erum til!“, þannig við þóttumst bara hugsa um þetta.“ Sagði Ásrún.

„Þetta var aldrei leikið eða performerað“

Fram kemur að senan hafi verið tekin upp í fínni íbúð á Mýrargötunni. Á staðnum hafi verið fámennt kvikmyndatökulið, sem hafi síðan farið úr herberginu þegar að myndavélin var farin að taka upp.

„Við vorum ekki búin að ákveða hvað við ættum að gera. Við vorum búin að fá smá leiðbeiningar, en það varðaði aðallega hvernig sængin ætti að vera og hvernig við mættum hreyfa okkur og eitthvað svoleiðis, en svo reyndum við bara að gleyma stund og stað einhvern veginn . Vera ómeðvituð um hvað við værum að gera og fyrir hvern. Þetta var aldrei leikið eða performerað eða kóríógraffað,“

Þau segja að þetta hafi verið rómantísk upplifun, þau hafi fengið kampavín fyrir tökur og þetta hafi verið eins og að „vera í fríi á fancy hoteli í París“.

Í þættinum minnast þau einnig á nokkrar áhugaverðar staðreyndir er tengjast verkinu, til að mynda hafi Ásrún verið ólétt á meðan að tökur voru í gangi og þá hafi kvikmyndatökumaðurinn farið að gráta á meðan að kynlífið var tekið upp. Móðir Atla á þá að hafa rekist á verkið á listasafni þegar hún heyrði rödd sonar síns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Í gær

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni

Söngkona rýfur þögnina – Sögð föst í ástarþríhyrning með móður sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára