fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Morgunblaðið tekur undir sjónarmið Sigmundar Davíðs og hampar umdeildri grein hans í leiðara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 27. júlí 2020 09:50

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Löng grein sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti í Morgunblaðinu um helgina, vakti mikla athygli og víða hörð viðbrögð. Í greininni gagnrýndi hann meðal annars pólitískan réttrúnað samtímans sem hann líkti við kínversku menningarbyltinguna. Enn fremur gagnrýndi hann hreyfinguna Black Lives Matter (BLM) og sagði hana marxíska öfgahreyfingu. Grein Sigmundar má lesa í heild hér en þar segir meðal annars:

„Það eina sem vantaði var til­efni til að hefja bylt­ingu. Það kom í formi hræðilegs mynd­bands þar sem lög­reglumaður í Banda­ríkj­un­um murkaði lífið úr blökku­manni á ein­stak­lega grimmi­leg­an hátt. Það var eðli­legt að slíkt vekti viðbrögð og kröf­ur um að lög­reglu­mann­in­um yrði refsað ásamt fé­lög­um hans sem stóðu aðgerðarlaus­ir hjá.

Lög­reglu­menn­irn­ir voru ákærðir en fljót­lega fóru ýms­ir hóp­ar að nýta sér málið í eig­in þágu. Fremst í flokki fór hreyf­ing sem kall­ar sig Black Li­ves Matter (BLM) eða „Svört líf skipta máli“. Allt viti­borið fólk hlýt­ur að vera sam­mála full­yrðing­unni sem birt­ist í nafni sam­tak­anna þótt það sé óneit­an­lega sér­kenni­legt að lit­greina líf sem svört, hvít eða eitt­hvað annað.“

Margir stigu fram á samfélagsmiðlum um helgina og fordæmdu skrif Sigmundar. Var hann sakaður um að gera lítið úr réttindabaráttu svartra og sneiða hjá rótgrónum rasisma í Bandaríkjunum og víðar í umfjöllun sinni. Þá þótti mörgum afar vel í lagt að ganga svo langt að líkja pólitískum réttrúnaði samtímans við hina blóðugu kínversku menningarbyltingu.

Ekki leyfa öfgunum að sigra

Í leiðara Morgunblaðsins er fjallað um grein Sigmundar og henni gert hátt undir höfði. Sérstaklega tekur Morgunblaðið undir varnaðarorð Sigmundar um að tjáningarfrelsið eigi undir högg að sækja:

„Sigmundur nefndi ýmis sláandi dæmi um þetta, þar sem fólk hefur verið þvingað til að lýsa yfir stuðningi við málstað sem það hafði ekki hugsað sér að lýsa yfir stuðningi við eða þar sem fólk varð fyrir barðinu á rétttrúnaðinum þar sem það gengi ekki nógu langt. Öfgamennirnir láta sér ekki endilega nægja að fólk lýsi yfir stuðningi við þá, það verður um leið að hafna öllu öðru.“

Er sérstaklega staldrað við meinta, vaxandi skoðanakúgun á ritstjórnum fjölmiðla í Bandaríkjunum og meðal annars rakin dæmi um átök á stórblaðinu New York Times:

„Þar missti ritstjóri aðsendra greina vinnuna eftir að hann birti grein frá öldungadeildarþingmanni sem taldi rétt að hafa herinn í viðbragðsstöðu vegna óeirða í
landinu. Það var ekki síst að kröfu samstarfsfólks sem fór hamförum á Twitter sem maðurinn fór frá.

Skömmu síðar sagði kona á sömu deild upp störfum. Hún var þekktur blaðamaður og birti magnaða grein þar sem hún lýsti einelti af hálfu samstarfsmanna og því hvernig NYT væri nú ritstýrt af Twitter. Hún bætti því við að „það ætti ekki að þurfa hugrekki til að mæta í vinnuna á bandarísku dagblaði sem miðjumaður“.“

Þá segir að svipað ástand sé að finna á Wall Street Journal og þar hafi hluti blaðamanna reynt að þvinga fram breytingar á skoðanasíðum blaðsins sem hafa orðið til þess að yfirstjórn skoðanasíðanna birti yfirlýsingu þess efnis að þar yrðu áfram kynnt sjónarmið til stuðnings einstaklingsfrelsis. Í loka leiðara Morgunblaðsins segir:

„Þetta eru afar mikilvæg sjónarmið sem allir þeir sem styðja frelsi einstaklingsins, þar með talið tjáningarfrelsið, hljóta að vilja standa vörð um. Í því sambandi er gott að hafa í huga orð Edmunds Burkes: „Það eina sem þarf til að illskan vinni sigur er að góðir menn aðhafist ekkert.““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum