fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Gullboltanum aflýst vegna COVID-19

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 20. júlí 2020 15:22

Gullboltinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ballon d’OR verðlaunin eða Gullboltinn verður ekki veittur í ár í fyrsta sinn síðan 1956 en þá voru verðlaunin fyrst gefin. Ástæðan fyrir þessu er að tímabilið 2019/2020 var virkilega truflað af kórónaveirufaraldrinum.

Finnst eflaust einhverjum ákvörðunin um að gefa ekki verðlaunin í ár vera skrýtin þar sem nánast allar stærstu deildir Evrópu eru að klárast þessa stundina. Það er tímaritið France Football sem gefur verðlaunin á hverju ári en í tilkynningu frá þeim segir að ekki megi fara með svona sérstakt ár eins og önnur. „Þegar maður er í vafa er betra að bíða en að þrjóskast áfram.“

Í tilkynningunni kemur einnig fram að ekki væri sanngjarnt að bera leikmenn saman þar sem þeir eru ekki allir á sama báti hvað varðar deildirnar þeirra. Frönsku deildinni var til að mynda aflýst að fullu en deildin var sú eina af þeim 5 stærstu í Evrópu sem gerði það.

Þetta þýðir að Cristiano Ronaldo getur ekki náð Messi í ár þegar kemur að fjölda gullbolta en Messi vann sinn sjötta bolta í fyrra. Ronaldo hefur unnið verðlaunin fimm sinnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Í gær

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“
433Sport
Í gær

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við