fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Laugavegshlaupið ræst í 24. sinn

Sóley Guðmundsdóttir
Laugardaginn 18. júlí 2020 09:41

Mynd/laugavegshlaup.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugavegshlaupið var ræst í morgun klukkan 9:00. Leiðin er 55 km löng utan vega á einni vinsælustu gönguleið á landinu. Hlaupið er frá Landamannalaugum til Þórsmarkar. Stígur er alla leiðina þar sem undirlagið er að mestu leyti sandur, möl, gras, snjór, ís og vatnsföll.

Fyrsti áfangi leiðarinnar er frá Landmannalaugum í Hrafntinnusker. Loftlína er um 10 km og lóðrétt hækkun tæpir 500 m. Annar hluti leiðarinnar er frá Hrafntinnuskeri að Álftavatni. Loftlína er um 12 km og lóðrétt lækkun um 500 m. Þessi hluti liggur hæst á leiðinni og er hægt að búast við snjó og ís. Þriðji áfangi leiðarinnar er frá Álftavatni í Emstrur. Loftlína er um 16 km og lóðrétt lækkun um 50 m. Fjórði hluti leiðarinnar frá Emstrum í Húsadal í Þórsmörk er um 17 km í loftlínu og lóðrétt lækkun um 300 m.

Uppselt var í hlaupið í ár eins og í fyrra. Búist er við fyrstu hlaupurum í mark klukkan 13:00. Besti tíminn frá upphafi í hlaupinu er 3:59:13. Metið á Þorbergur Ingi Jónsson og setti hann það árið 2015. Þorbergur á fjóra bestu tímana í Laugavegshlaupinu frá upphafi. Besta tíma konu í hlaupinu á Jo Meek frá Bretlandi. Árið 2016 hljóp hún á tímanum 5:00:46. Besta tíma íslenskra kvenna á Rannveig Oddsdóttir. Árið 2018 hljóp hún á tímanum 5:16:11. Nánari upplýsingar um tíma í fyrri hlaupum má finna á heimasíðu hlaupsins.

Hægt er að fylgjast með hlaupinu á timataka.net. Einnig má sjá myndir og fleira á instagram síðu hlaupsins Laugavegur ultra.

 

View this post on Instagram

 

Allir klárir! Góð stemmning í hópnum!

A post shared by Laugavegur Ultra Marathon (@laugavegurultra) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Í gær

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda
Fréttir
Í gær

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist