fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025

Guðmundur lenti í leiðinlegri reynslu um jólin í fyrra: „Svo setti mig stigvaxandi hljóðan yfir borðhaldinu. Ónotin fóru vaxandi“

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 23. desember 2017 15:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmaður, rifjar upp erfiða reynslu sem hann lenti í um jólin í fyrra í pistli í Fréttablaðinu í dag.

Í pistlinum fjallar Guðmundur almennt um jólin og segir svo frá því þegar hann veiktist hastarlega í fyrra. Guðmundur segir:

„Á síðustu jólum ákallaði ég Jesús mjög stíft. Þá fékk ég nóróveiruna. Í eina örskotsstund eftir klukkan sex á aðfangadag gafst mér ráðrúm til að hrökkva í jólaskap með mínum nánustu, lifa og njóta, en svo setti mig stigvaxandi hljóðan yfir borðhaldinu. Ónotin fóru vaxandi. Á meðan sumir fengu möndluna fékk ég sem sagt þetta. Nóró. Við tóku þrír dagar í fósturstellingu. Ég vann ljótujólapeysukeppnina sem haldin var í fjölskyldunni á jóladag klárlega, en ekki vegna þess að ég var í svo ljótri peysu heldur vegna þess hvað ég var sjálfur ljótur og í peysu. Í miðri viðureign við pestina var ekki sjón að sjá mig,“ segir Guðmundur.

Þrátt fyrir þessa leiðinlegu uppákomu segir hann að jólin hafi verið merkilega góð – ekki þau bestu en góð engu að síður.

„Málið er þetta: Jólin eru í eðli sínu góð. Þau eru hátíð hins góða. Í miðjum erlinum – í slabbinu í myrkrinu – vill það kannski gleymast, en á endanum skín það alltaf í gegn: Þetta er kærleikshátíð. Kærleikur er afl sem öllu fólki býðst að nota í öllum kringumstæðum til þess að gera heiminn betri. Jólin eru hátíð þessa afls. Í mínum huga er Jesús í einhverjum skilningi táknmynd, sonur, afsprengi þessa afls. Með því að fagna fæðingu Jesúss á jólunum er maður að fagna þessu afli og endurnýja það í sálinni. Þessi einfalda hugmynd nægir mér til að skilja jólin. Mér finnst þetta vera kjarni þeirra. Upp að þessu marki trúi ég. Svo er ég ekki mikið að elta ólar við frekari álitamál. Aldrei færi ég að skipta skapi í rökræðu um það hvort Jesús hafi gengið á vatni eða ekki. Um daginn var fullt af fólki að ganga á vatni í miðbæ Reykjavíkur. Það var ekkert flókið við það,“ segir Guðmundur sem bætir við að honum finnist hann geta fagnað fæðingu Jesúss vegna þess hversu góður boðskapur hans er.

„Hann var magnaður heimspekingur. Speki hans er sígild. Þessi mikla áhersla hans á það að maður viðurkenni breyskleika sinn og láti af dómhörku í garð annarra, hún er mögnuð. Í fósturstellingunni uppi í pestarbæli á jólunum finnur maður það svo sterkt hversu lítill maður er og vanmáttugur. Við erum öll undirseld sama eyðingarmættinum, öll leiksoppar alls kyns afla og hvata, fórnarlömb eigin breyskleika og ófullkomnunar. Við erum iðandi mannhaf í Kringlunni, öll að redda hlutum á síðustu stundu,“ segir Guðmundur sem bætir að lokum við að út af einmitt þessu séu jólin alltaf jafn kraftmikil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin

Útskýrir ákvörðun sína að flytja til Dubai með fjölskylduna – Meira öryggi og betra nám fyrir börnin
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Lögreglan lýsir eftir Atla Vikari

Lögreglan lýsir eftir Atla Vikari
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Tottenham í sárum en skoðar þessa kosti – Eze í læknisskoðun hjá Arsenal á morgun

Tottenham í sárum en skoðar þessa kosti – Eze í læknisskoðun hjá Arsenal á morgun
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Samningi rift vegna ólgusjó eftir að hann var fundinn sekur um að lemja unnustu sína

Samningi rift vegna ólgusjó eftir að hann var fundinn sekur um að lemja unnustu sína
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Múslimar verða sektaðir ef þeir missa af föstudagsbænum

Múslimar verða sektaðir ef þeir missa af föstudagsbænum
EyjanFastir pennar
Fyrir 8 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ameríka fyrst eða fullveldi og frelsi

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ameríka fyrst eða fullveldi og frelsi