fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Eyjan

Lögreglumenn þurftu að fara í sóttkví eftir atvik í vinnunni – Fá ekki greitt

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 6. júlí 2020 11:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn sem þurftu að fara í sóttkví vegna afskipta af einstaklingum sem grunaðir voru um COVID-19 smit fá ekki greitt fyrir sóttkví og fá ekki aukinn frítökurétt vegna vaktafrídaga sem þeir eiga rétt á á meðan á sóttkvínni stendur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB, sem hafa sent öllum lögreglustjórum landsins erindi þar sem þess er krafist að lögreglumenn í sóttkví fái greitt og fái að fresta vaktafríi þar til eftir sóttkví.

„Lögreglumenn eru framlínufólk í öllum skilningi þess orðs. Þeir mæta almennt fyrstir á vettvang og hafa ekki val um það hvort þeir sinni útkalli þegar eftir þjónustu þeirra er leitað. Þeir eru oftar en ekki ómeðvitaðir um það hvað bíður þeirra og eru berskjaldaðir gagnvart utanaðkomandi ógn eins og smitsjúkdómum“, segir meðal annars í erindi BSRB til lögreglustjóranna.

BSRB telur með öllu óásættanlegt að framlínu fólki eins og lögreglumönnum sé ekki bættur sá frítími sem þeir neyðist til að eyða í sóttkví sem þeir fara í sökum starfa sinna. Bandalagið krefst þess að lögreglumenn fái greiddar yfirvinnustundir fyrir þann tíma sem þeir verja í sóttkví utan skilgreindra vakta. Það sé eðlilegt í ljósi þeirrar áhættu sem þeir taka í störfum sínum sem og vegna þess að við sóttkví glatið þeir dýrmætum frítíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar

Steinunn Ólína skrifar: Að vanvirða líf þar til það þagnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“

Þurfti að stilla til friðar eftir háðsglósur á Alþingi þar sem þingmaður móðgaðist og meirihlutinn flissaði – „Bíddu, hvar hefurðu verið?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum