fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

64 mál á borð lögreglunnar í gærkvöldi og nótt

Heimir Hannesson
Föstudaginn 3. júlí 2020 08:12

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitthvað virðist lögreglan hafa haft að gera á kvöld og næturvakt því 64 mál enduðu á borði hennar í nótt.

Lögreglan hafði hendur í hári tveggja þjófa vegna þjófnaðar úr verslunum auk þess sem tilkynnt var um þjófnað á tösku á gistiheimili. Rúðubrot í tveim grunnskólum voru tilkynnt með 52 mínútna millibili en ekki kemur fram hvort gerendur hafi náðst.

Lögreglan sinnti svo aðstoðarbeiðni frá starfsmönnum verslunar vegna ölvaðs manns sem hafði lagt sig í verslun þeirra. Lögreglan vakti manninn sem gekk á brott.

Lausir hestar og reiðhjólaslys voru ennfremur á borði lögreglunnar á fjórðu stöð í gærkvöldi. Sá slasaði úr reiðhjólaslysinu var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl.

Klukkan eitt í nótt stöðvaði lögreglu bifreið vegna gruns um fíkniefnaakstur. Reyndist sá grunur á rökum reistur og var bílstjórinn handtekinn. Fundust einnig fíkniefni í fórum hans auk þess sem einstaklingurinn var án ökuréttinda.

Ennfremur var eitthvað um hávaðaútköll um alla borg í gær.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Glódís er leikfær
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum

Fanga-gambítur Pútíns kemur í bakið á honum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“

Trump hegðar sér eins og útsendari guðs – Gæti endað sem „Trölli sem stal jólunum“
Fréttir
Í gær

Segja fjármál Kópavogsbæjar vera í uppnámi

Segja fjármál Kópavogsbæjar vera í uppnámi
Fréttir
Í gær

Sjötug kona varð fyrir árás og eftirför unglinga í Kópavogi – „Mér fannst þetta skuggalegt“

Sjötug kona varð fyrir árás og eftirför unglinga í Kópavogi – „Mér fannst þetta skuggalegt“
Fréttir
Í gær

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar
Fréttir
Í gær

VÆB áfram í Eurovision!

VÆB áfram í Eurovision!