fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Hinar raunverulegu húsfreyjur Íslands

Fókus
Sunnudaginn 5. júlí 2020 21:00

Frá vinstri: Manuela Ósk, Unnur Óladóttir, Ástrós Traustadóttir, Hanna Rún og Arna Ýr.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú geta allir Íslendingar með Netflix-aðgang horft á fyrstu tvær þáttaraðir af The Real Housewives of Beverly Hills, The Real Housewives of Atlanta og The Real Housewives of New York City. Sjónvarpsstöðin Bravo framleiðir þættina og hefur komið samtals 71 þáttaröð frá tíu mismunandi borgum. Þættirnir eru ákaflega vinsælir og er vinsælt að spegla sig í persónum þáttanna, líkt og tíðkaðist með Desperate Housewives. Hver kannast ekki við að hafa tekið persónuleikapróf og endað sem Bree eða Gabriella? Hvaða íslensku konur fengju hlutverk? Hvernig skyldu þekktar íslenskar konur takast á við hlutverkin ef þættirnir væru framleiddir á Íslandi?

Hvaða þekktu konur myndu hreppa hlutverk og hvaða dramabolti myndi rúlla af stað? Við setjum okkur í stellingar og ráðum landslið áhrifakvenna í þáttinn. Stjörnurnar eru systurnar Hanna Rún Bazev Óladóttir og Unnur Óladóttir, Gerður í Blush, Manuela Ósk Harðardóttir, Arna Ýr Jónsdóttir og Ástrós Traustadóttir.

Söguþráðurinn sem hér er spunninn er ekkert nema hugarsmíði blaðamanns. Þetta er gert í góðlátlegu gríni sem er innblásið af raunveruleikaþáttunum, sem eiga það til að vera ákaflega dramatískir á köflum, enda þess vegna svona gífurlega vinsælir. Þessi kvennahópur var valinn því þær eru allar frábærar, metnaðarfullar og skara fram úr á sínu sviði.

Tengslanet húsfreyjanna

https://www.instagram.com/p/B2heoWYgJth/

Systurnar Unnur og Hanna Rún Bazev Óladætur

Fjölskyldutengsl geta oft gert þættina skemmtilegri, en dramatískari á sama tíma. Í RHOBH fáum við að fylgjast með systrunum Kyle Richards og Kim Richards og er systrasamband þeirra stormasamt á köflum. Hanna Rún er einn sigursælasti dansari Íslands og tveggja barna móðir. Unnur Óla hefur unnið fjölda titla í fitness-keppnum og er einnig einkaþjálfari. Hanna Rún og Unnur eru dætur Óla Jóhanns Daníelssonar, eiganda Gullsmiðju Óla.

Vinkonutengsl

Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush.is, er vinkona Unnar. Þær eiga báðar syni á svipuðum aldri.

https://www.instagram.com/p/B8Z-BIcAQhO/

Ástrós Traustadóttir er ekki í innsta hring hópsins, en þekkir Hönnu Rún úr dansinum. Báðar hafa komið fram í dansþáttunum Dans, dans, dans og Allir geta dansað. Þær hafa einnig keppt ótal mörgum sinnum hvor á móti annarri á dansmótum.

https://www.instagram.com/p/CB-m_19AdGa/

Fyrrverandi fegurðardrottningar

Fyrrverandi fegurðardrottningar hafa einnig verið mjög sterkir karakterar í þáttunum. Candiace Dillard var Miss United States árið 2013 og er ein húsfreyjanna í The Real Housewives of Potomac. Lizzie Rovsek kom fram í níundu þáttaröð af The Real Housewives of Orange County og var krýnd sem Miss Kentucky á sínum tíma. Kenya Moore í RHOA keppti fyrir hönd Bandaríkjanna í Miss Universe árið 1992. Eins og Arna Ýr gerði fyrir hönd Íslands árið 2017. Manuela Ósk var valin Ungfrú Ísland árið 2002. Manuela er einnig framkvæmdastjóri Miss Universe á Íslandi og góðvinkona Örnu Ýrar.

https://www.instagram.com/p/B8bEemUgdIh/

Fyrirtækjarekstur

Margar þeirra húsfreyja sem koma fram í þáttunum eru konur sem hafa stofnað eigin fyrirtæki og er oft sýnt frá rekstrinum í þáttunum. Arna Ýr stofnaði nýlega vefverslun sem selur taubleyjur. Gerður á og rekur kynlífstækjaverslunina Blush.is og Manuela er einn eigandi Even Labs, sem býður upp á nýstárlegar líkamsmeðferðir.

https://www.instagram.com/p/B-uiI7AB7sT/

Söguþráðurinn

The Real Housewives of Beverly Hills.

HVÍTVÍN OG TAUBLEYJUR

Húsfreyjurnar hittast heima hjá Örnu Ýr, sem heldur kynningu um taubleyjur og býður upp á hvítvín. Þær fá sér aðeins of mikið í tána og byrja að rífast um taubleyjur og einnota bleyjur. Það endar með að Manuela þarf að grípa inn í, enda eina sem er edrú á svæðinu.

KAMPAVÍN OG SPA

Eftir allt þetta drama ákveður Manuela að bjóða húsfreyjunum í líkamsmeðferðir í Even Labs. Þær ræða málin, drekka kampavín og sættast.

Manst þú eftir þessu fræga rifrildi í partýi Brandi Glanville í annarri þáttaröð af The Real Housewives of Beverly Hills.

BLUSH OG ERÓTÍSK TRIKK

Í annarri þáttaröð af RHOBH vildi Brandi Glanville bjóða húsfreyjunum í vínsmökkun og tottkennslu. Hún ætlaði að fá fyrrverandi klámstjörnu til að halda sýnikennslu og kenna húsfreyjunum nokkur góð ráð þegar kæmi að munnmökum. Hins vegar varð ekkert úr því, þar sem sumum þótti það óviðeigandi. En íslenski húsfreyjuhópurinn er öðruvísi og býður Gerður húsfreyjunum í kynlífstækjaverslun sína, Blush, og fær íslenska erótíska leikarann Stefan Octavian til að kenna dömunum nokkur trikk.

Atriðið alræmda úr The Real Housewives of New Jersey.

HRYLLILEGT MATARBOÐ

Frábært matarboð verður að innihalda smá drama. Það hafa verið ófá matarboð í The Real Housewives þáttunum sem hafa allra helst minnt á martraðir. Eins og í lokaþætti The Real Housewives of New Jersey þegar Teresa veltir borðinu í átt að Danielle og kallar hana hóru. Dramað í þáttaröð íslensku húsfreyjanna nær hámarki þegar Hanna Rún ákveður að halda matarboð og býður upp á kokteila. Ástrós og Hanna Rún byrja að rökræða um atvik sem átti sér stað í dansinum fyrir nokkrum árum. Ástrós telur Hönnu Rún hafa stolið af sér sigrinum. Unnur Óla er með systur sinni í liði og hraunar yfir Ástrós. Rifrildið um taubleyjurnar byrjar aftur og allt fer í háaloft. Eftir kvöldið lofar Hanna Rún eiginmanni sínum að halda aldrei matarboð framar.

Vicki Gunvalsson hélt hún væri að fá hjartaáfall.

FERÐALAG

Í hverri þáttaröð er venjan að allar húsfreyjurnar fari saman í ferðalag, eins og til Amsterdam, Tyrklands, Marokkó og meira að segja Íslands. Húsfreyjur Orange County komu til Íslands árið 2017 og endaði ein stórstjarna þáttarins, Vicki Gunvalson, á bráðamóttöku. Hún hélt hún væri að fá hjartaáfall og sóttu bráðaliðar hana á Hótel Rangá. Lydia McLaughlin, önnur stjarna þáttanna, sagði í samtali við RadarOnline á sínum tíma: „Ég veit ekki hvort þú hefur farið á neyðarmóttökuna á Íslandi, en það var ekki ein af ánægjulegustu stundum lífs míns.“

Íslensku húsfreyjurnar myndu hlýða Víði og ferðast innanlands. Systurnar Unnur Óla og Hanna Rún myndu sjá um að skipuleggja hringinn í kringum landið með hjálp Manuelu, sem hefur farið með fjölda vina sinna utan frá að skoða Ísland. Þegar allur hópurinn ferðast saman er drama nánast óhjákvæmilegt og það sama á við um íslenska húsfreyjuhópinn. Gerður hvetur Örnu Ýri til að leggja öll spilin á borðið og ræða við þær sem særðu hana. Hanna Rún og Ástrós sættast og stíga léttan dans saman eftir nokkur rauðvínsglös. Unnur Óla verður fúl út í systur sína, fyrir að skilja sig eftir á Hótel Geysi meðan hópurinn fór að skoða Geysi. En ferðin endaði með að vera nokkuð vel heppnuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Í gær

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því
Fókus
Í gær

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Í gær

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“