fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Jórturleður hefur kostað Reykjavíkurborg rúmar 19 milljónir síðan 2018

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. júní 2020 15:04

Mynd-Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg hefur eytt alls 19.2 milljónum króna í að hreinsa upp tyggjóklessur, frá árinu 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef borgarinnar í dag, þar sem greint er frá því að skilti hafi verið sett upp í miðborginni til að minna fólk á að henda tyggjói í ruslið.

„Tyggjóklessur eru rusl sem er til vandræða í borgum víða um heim og er Reykjavík þar engin undantekning. Árið 2018 var kostnaðurinn 5,2 milljónir króna, árið 2019 nam kostnaðurinn 8,5 milljónum króna og það sem af er ári er búið að eyða 5,5 milljónum króna í að hreinsa tyggjóklessur.“

Mikil vinna við hreinsun

Í tilkynningunni segir ennfremur:

„Tyggjóklessur eru hreinsaðar reglulega en það er dýrt og mikil vinna. Það er erfitt að ná klessunum í burtu. Til þess þarf sérstakan búnað, heitt vatn og stálbursta og það þarf að fara tvær umferðir yfir svæðið til að ná klessunum alveg. Þar sem tyggjóklessurnar eru mest áberandi, gjarnan nálægt útiveitingasölu, eru einmitt hvað flestir ruslastampar.

1520 ruslastampar í borginni

Ruslastampar í Reykjavík eru alls 1520 talsins; 674 í austurborginni og 846 í vesturborginni. Sem dæmi er unnið í vesturborginni alla daga vikunnar frá klukkan sex á morgnana til fimm á daginn við að tæma stampa. Starfsfólk hefur vart undan á annatímum.

Hér er hægt að skoða staðsetningu ruslastampa í Reykjavík.

Vandmál á heimsvísu

Mannfólk hefur tuggið einhvers konar gúmmí síðustu 5.000 til 9.000 árin. Núna er tyggigúmmí alla jafna úr gerviefni sem brotnar ekki niður í náttúrunni. Það er ólíkt tyggjói fyrri tíma sem var til dæmis búið til úr efni úr trjáberki birkitrjáa eða safa úr greni.

Tyggjóklessuvandamálið er á heimsvísu en til dæmis í Bretlandi eyða sveitastjórnir um tíu milljörðum króna á ári í að hreinsa upp tyggjóklessur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben