„Miðsumarhátíðin snýst um það að allir taki þátt og sjái um að skemmta sér. Fólk kemur með sín hljóðfæri og spilar á þau um allt svæðið. Um kvöldið koma svo nokkrir saman og eru á stóru svæði að spila saman fyrir gesti“ segir Drífa Björk Linnet eigandi Hraunborga.
Dagana 19.-21. júní verður Miðsumarhátíð haldið í Hraunborgum í Grímsnesi annað árið í röð.
Hátíðin í fyrra tókst vel til að mati Drífu. „Það voru fullt af alls konar kokkum sem voru að koma. Krakkar komu með dót úr herberginu sínu og voru með tombólu og svo var fullt af fólki með kynningu á alls konar mat og sultum og alls konar.“ Sænski sendiherrann Håkan Juholt og konan hans Åsa Lindgren voru gestir á hátíðinni í fyrra. Þau eru einnig væntanleg í ár eftir að hafa verið yfir sig ánægð með hátíðina í fyrra.
Aðsóknin í fyrra var góð þrátt fyrir að hátíðin hafi verið óþekkt. Einnig var mikið um að fólk úr sveitinni kom yfir daginn. „Það voru svona 800-1000 manns á tjaldstæðinu í fyrra. Svo eru um 300 bústaðir hér í kring. Í ár megum við bara taka við 500 manns og það er 100% að við náum því í ár.“ Ekki er hægt að bóka tjaldstæði og því gildir reglan „fyrstur kemur fyrstu fær“ en gestir eru velkomnir í dagsferð í Hraunborgir segir Drífa.
Heimsfaraldur af völdum Covid-19 mun setja sinn svip á hátíðina í ár. „Það eru náttúrulega allir meðvitaðir um stöðuna. Hver og einn verður að taka á byrgð á sjálfum sér með sóttvarnir og að halda fjarlægð. Við vorum á báðum áttum á því hvort við ættum að halda hátíðina í ár. Við erum með svo ótrúlega vinsælt og gott svæði og mikið af sama fólkinu er hér á svæðinu. Það eru allir meðvitaðir og fólk er almennt að passa sig“ segir Drífa.
Nóg verður um að vera um helgina en engin hefðbundin dagskrá verður þó í gangi. „Miðsumarhátíðin snýst um það að allir taki þátt og sjái um að skemmta sér. Fólk kemur með sín hljóðfæri og spilar á þau um allt svæðið. Um kvöldið koma svo nokkrir saman og eru á stóru svæði að spila saman fyrir gesti.“
Aldurstakmark á tjaldsvæðið í Hraunborgum er 25 ár og segir Drífa þetta mikið fjölskyldusvæði. „Þetta eru 99% fjölskyldur sem koma hér. Það hefur aldrei verið neitt fyllirísrugl síðan við keyptum þetta svæði.“
Frítt er á hátíðina og vonast skipuleggjendur til þess að sjá sem flesta. Hvatt er til þess að skreyta tjöldin eða hýsin sem mest. Blómakransar verða áberandi á hátíðinni og verður Tinna blómaskreytir á staðnum. Skreytingameistari hátíðarinnar verður kosinn sem fær farandbikar auk annarra verðlauna. Gestir eru hvattir til að mæta með kökur eða einhvers konar smárétti svo að hægt verði að setja upp Pálínuboð.
Viðburð tengdan hátíðinni á facebook má sjá með því að smella hér.
https://www.facebook.com/lavavillage/videos/1301524126667547/
Hér að ofan má sjá myndband frá hátíðinni í fyrra.