fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Skerjafjarðarbyggð talin ógna flugöryggi – Hollenska geimferðastofnunin kölluð til

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 15. júní 2020 09:39

Flugvöllur í Hvassahrauni myndi leysa Reykjavíkurflugvöll af hólmi. Mynd -Fréttablaðið/Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirhuguð byggð í Skerjafirði gæti haft áhrif á flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. Hafa flugmenn Air Iceland Connect tilkynnt um atvik þar sem ókyrrð í lofti var rekin til nýrrar byggðar á Valsreitnum svokallaða við Hlíðarenda. Því hefur Isavia samið við Hollensku loft- og geimferðarstofnunina um að gera óháða úttekt á áhrifum fyrirhugaðrar byggðar á svæðinu á ókyrrð og vinda á Reykjavíkurflugvelli, sem hluta af flugöryggi svæðisins. Morgunblaðið greinir frá.

Haft er eftir Sigrúnu Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra flugvallasviðs Isavia, að mikilvægt sé að allar upplýsingar liggi fyrir svo öruggt sé að fyrirhuguð byggð muni ekki hafa áhrif á flugöryggi svæðisins í framtíðinni, en engin slík úttekt var gerð áður en byggt var upp hverfið á Valsreitnum og því þótti það rétt að gera slíkt nú:

„Þetta hefur allt áhrif, sérstaklega þegar byggð er komin svona nálægt flugvöllum,“

segir Sigrún en byggðin í Skerjafirði er sögð geta haft áhrif á ákvörðun flugfélaga um hvernig flogið sé við ákveðnar aðstæður og þar á meðal lækkað notkunarstuðul Reykjavíkurflugvallar.

Mun niðurstaðan liggja fyrir í í byrjun júlí.

Fyrirhugað er að 1.200 íbúða byggð rísi á svæðinu á næstunni en óvíst er hvaða áhrif niðurstaðan úr úttekt Hollensku loft – og geimferðarstofnuninni mun hafa á þær fyrirætlanir, reynist byggðin ógna flugöryggi á svæðinu.

Sjá nánar: Svona gæti nýtt hverfi í Skerjafirði litið út – Úthlutunaráætlun samþykkt

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst