fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025

Vinkona Meghan Markle hótar áhrifvald lögsókn vegna rifrildis um forréttindi hvítra

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 12. júní 2020 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jessica Mulroney, vinkona hertogaynjunnar Meghan Markle, er sökuð um að hafa sent áhrifavaldi frá Kanada hótun um lögsókn.

Áhrifavaldurinn Sasha Exeter greindi frá því nýlega að Mulroney hefði móðgast eftir að sú fyrrnefnda kallaði eftir því að aðrir bloggara og áhrifavaldar lýstu yfir stuðning við Black Lives Matter hreyfinguna.

Exeter sagði að eftir ákalla hennar hefði hún fengið skilaboð frá Mulroney þar sem hún hótaði að eyðileggja feril Exeters. Eftir að Exeter greindi frá þessu opinberlega baðst Mulroney afsökunar en virðist svo í kjölfarið hafa sent Exeter einkaskilaboð og hótað lögsókn.

Hún deildi skjáskoti af hluta skilaboðanna þar sem stóð: „Bótamál – Gangi þér vel“.

Með skjáskotinu sagði hún: „Eftir að hún baðst opinberlega afsökunar á síðunni minni í gær þá fékk ég þetta í einkaskilaboðum. Takið eftir tímasetningunni sem sést í grænu efst á skjánum. Svo getur greyið ekki einu sinni stafað bótamál rétt… andvarp.“

Hún tjáði sig enn fremur í annarri færslu þar sem hún segir: „Þetta er það sem gerist þegar þú bendir einhverjum á forréttinda stöðu þeirra og auð. Þeir biðjast opinberlega afsökunar til að bjarga ímynd sinni en hóta þér svo lögsókn í einkaskilaboðum til að reyna að þagga niður í þér.“

Í myndbandi á síðunni hennar bætti hún við að hún ætti erfitt með að skilja hátterni Mulroney. „Ég veit ekki alveg hvað er í gangi hér því ég taldi mig koma því mjög skýrt á framfæri að ég ætla ekki að leyfa neinum að þagga niður í mér og ég mun ekki halda kjafti. Ég ætla að halda mínu striki og gera það sem ég þarf að gera til að verja mig. Ég veit í hreinskilni ekki hvort er verra hérna, að hún sé að nota stöðu sína og vald til að reyna að ógna lifibrauði mínu, eða að hún sé að nota stöðu sína til að reyna að þagga niður í mér, þetta verður að hætta.

Exeter segir að Mulroney hafi gert nákvæmlega það sem hvítir einstaklingar í forréttindastöðu eigi ekki að gera í umræðunni um kynþáttafordóma.

 „Á bara einni viku náði Jessica að gera allt sem hvítar konur ættu alls ekki að gera í í einni mestu ólgu sögunnar vegna kynþáttafordóma. Það að hún sé að hóta mér – einstæðri móður, einstæðri svartri móður – í þessu ástandi er mér algjörlega óskiljanlegt. […] Þú getur ekki haldið því fram að þú standir með einhverjum á sama tíma og þú reynir að þagga niður í þeim í einkaskilaboðum.“ 

Mulroney missti starf sitt í sjónvarpsþætti vegna þessara deilna við Exeter þar sem hátterni Mulroney var talið fara gegn siðareglum sjónvarpsstöðvarinnar.

 

Mulroney hefur tjáð sig um málið á Instagram, en minnist þar í engu á hótunina sem hún sendi Exeter.

„Eins og einhver ykkar hafa séð þá áttum ég og Sasha Exeter í deilum. Hún benti réttilega á að ég væri ekki að gera nóg þegar kemur að mikilvægu og erfiðu umræðunni um kynþátt og óréttlæti í samfélaginu okkar. Ég tók því persónulega og það var rangt af mér. Ég veit að ég þarf að standa mig betur. Þau okkar sem hafa áheyrendur verða að nýta það til að sýna stuðning.“

https://www.instagram.com/p/CBTeLhQlEzm/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rashford missir númerið í Manchester

Rashford missir númerið í Manchester
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.