fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Segir lífskjarasamninginn fallinn að óbreyttu – „Við mun­um ekki verja samn­ing­inn“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. júní 2020 09:04

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Mynd Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki ætla að verja lífskjarasamninginn og því sé hann fallinn. Mbl.is greinir frá, en Ragnar lét þessa skoðun í ljós á fundi með þjóðhagsráði í gær.

„Miðað við stöðuna eru lífs­kjara­samn­ing­arn­ir falln­ir. Við mun­um ekki verja samn­ing­inn miðað við óbreytta stöðu,“ seg­ir Ragn­ar við mbl.is.

Ástæðan er að ríkisstjórnin hafi ekki staðið við loforð um að afnema 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán, né loforð um hlutdeildarlán.

„Staða þess­ara tveggja mála ger­ir það að verk­um að samn­ing­arn­ir eru falln­ir. Ábyrgðin er rík­is­stjórn­ar­inn­ar og fjár­málaráðuneyt­is­ins. Ég er bú­inn að hafa sam­band við fé­laga okk­ar í Efl­ingu til að funda um stöðuna og mögu­leg­ar aðgerðir í haust.“

Traustið ekki til staðar

Ragnar segir undarlegt að ríkisstjórnin vilji fara þessa leið:

„Það þarf að ræða fram­haldið og næstu skref. Þegar traustið er ekki til staðar er ekki von á góðu. Því miður. Ég skil ekki rík­is­stjórn­ina að fara með verka­lýðshreyf­ing­una í fang­inu inn í næstu þing­kosn­ing­ar. Það er dap­ur­legt að horfa upp á að lífs­kjara­samn­ing­arn­ir skuli falla á vanefnd­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem er að leita eft­ir trausti til að vinna sig í gegn­um kór­ónukrepp­una. Það er mjög dap­ur­leg niðurstaða,“

seg­ir Ragn­ar Þór. Hann minnir á að hinn 1. sept­em­ber virkist end­ur­skoðun­ar­á­kvæði lífs­kjara­samn­ings­ins þar sem þróun kaup­mátt­ar og efnd­ir stjórn­valda vegna samn­ings­ins verða tek­in til end­ur­skoðunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón